Fleiri fréttir

Ljóðlympíuleikar 2014

Meðgönguljóð og Fríyrkjan standa fyrir ljóðaslammi á Lofti Hosteli í kvöld. Yfirskriftin er Ljóðlympíuleikar 2014.

Vilja efla vitund um vistvæna hönnun

Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg á laugardag klukkan 15. Annars vegar Hnallþóra í sólinni með úrvali prent- og bókverka eftir Dieter Roth og hins vegar Shop Show, norræn samtímahönnun með áherslu á umhverfismál.

Fórum á æfingu hjá Fóstbræðrum

Dömukórinn Graduale Nobili tekst á við helstu karlrembulög íslenskra tónbókmennta í Langholtskirkju á sunnudag klukkan 20. Hann styður líka Mottumars.

Ver fornan fræðimann

Vörn fyrir sjálfmenntaðan fornleifafræðing nefnist erindi sem Gunnar Karlsson heldur um Sigurð Vigfússon þjóðminjavörð í Þjóðminjasafninu milli klukkan 12 og 13 í dag.

Carmina Burana klassískt popp

Dómkórinn og kór Menntaskólans í Reykjavík, ásamt drengjum úr kór Kársnesskóla, einsöngvurum og undirleikurum flytja Carmina Burana í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 17 og 20.

Stóru börnin snúa aftur

Sýning Lab Loka á Stóru börnunum eftir Lilju Sigurðardóttur verður sýnd aftur í Tjarnarbíói.

Sveitalubbar í New York

Vestfirsku kvikmyndinni Skeri hefur verið boðið á tvær virtar kvikmyndahátíðir í Bandaríkjunum í apríl.

Verdi í Grindavík

Óp-hópurinn flytur dagskrána Verdi og aftur Verdi á menningarviku í Grindavíkurkirkju á morgun.

Flutti frá Bonn heim til Bolungarvíkur

Sigrún Pálmadóttir sópran sem er nýflutt til Íslands eftir 14 ára búsetu í Þýskalandi syngur einsöng með kórnum Vox feminae í Salnum í Kópavogi í dag klukkan 16.

Kvikmyndahátíð á Höfn

Íslenskar og erlendar stutt- og heimildarmyndir verða sýndar frítt í Nýheimum á Höfn í dag og á morgun.

Létt tónlist og upplífgandi

Schubert-oktettinn verður fluttur af Kammersveit Reykjavíkur á hádegistónleikum í Kaldalóni á sunnudag. Arngunnur Árnadóttir klarinettuleikari veit meira.

Send í himnaríki sýninganna

Fjölskyldusöngleikurinn Horn á höfði verður sýndur í síðasta sinn í Tjarnarbíói á sunnudaginn klukkan 13.

Fjörug, unaðsleg og fyndin lög

Sætabrauðsdrengirnir halda tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Þeir flytja lög og útsetningar eftir Jóhann Guðmund Jóhannsson sem leikur undir.

Klæða sig í takt við tíðarandann

Kvennakór Kópavogs heldur tvenna vortónleika 15. mars í Kaldalóni í Hörpu. Þar flytur hann létt og sígild dægurlög undir yfirskriftinni Perlur og pilsaþytur.

Ungir bókaormar tala lítið um sinn lestur

Herdís Anna Friðfinnsdóttir leikskólakennari lýsir rannsókn á lestrarvenjum ungra bókaorma á barnabókaráðstefnunni Kveikjum eld í Gerðubergi á laugardaginn. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um hvernig efla megi áhuga á lestri.

Einstakir kjólar Aðalbjargar

Kjólar prjónaðir af Aðalbjörgu Jónsdóttur og eftir fyrirmyndum hennar eru á sýningu sem opnuð verður í dag klukkan 15.30 í Þjóðminjasafninu.

Er eiginlega kjaftstopp

Halldór Lárusson trommari og tónlistarkennari hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Grindavíkur, fyrstur manna, af frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagins.

Með ólík verk á Ufsiloni

Sex ungir listamenn sýna teikningar, gagnvirkan skúlptúr, innsetningu í glugga, ljósmyndir og vídeóverk í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16.

Allt gerist á einu torgi

Atriði úr þremur óperum mynda sýninguna Óperutorgið sem verður í Salnum á morgun klukkan 15 og 18 í flutningi nemenda Söngskólans í Reykjavík.

Endanleg mynd látin flytjandanum eftir

Tónlistarmennirnir Borgar Magnason og Páll Ivan frá Eiðum, koma fram í Hafnarborg á sunnudaginn klukkan 20. Yfirskrift tónleikanna er Samræða um tákn.

Margir máluðu Halldór Kiljan

Portrett listamanna af íslenskum rithöfundum prýða nú veggi Gunnarshúss á Dyngjuvegi 8. Þar verður opið hús og dagskrá á morgun milli 15 og 17.

Ekki þurrt auga á sviðinu

Furðulegt háttalag hunds um nótt verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu annað kvöld. Brynhildur Guðjónsdóttir leikur sérkennara Kristófers.

Bæjarlistamaður Grindavíkur

Halldór Lárusson, trommuleikari og tónlistarkennari, hefur verið útnefndur fyrsti bæjarlistamaður Grindavíkur.

Túlkar árstíðirnar í orðum og litum

Myndlistarkonan Rut Rebekka opnar málverkasýninguna „Í garðinum“ og gefur út listaverka- og ljóðabókina Málverk og ljóð – Paintings and Poems í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, laugardaginn, 8. mars.

Taka áheyrendur í tímaferð til Köben

Fjögurra alda afmæli Hallgríms Péturssonar sálmaskálds verður fagnað í Hallgrímskirkju á sunnudaginn með tónleikum Mótettukórsins sem Hörður Áskelsson stjórnar. Listvinafélag kirkjunnar stendur að viðburðinum og þar verður flutt tónlist frá ýmsum tímum.

Syngur um ástir stoltra kvenna

Skagfirðingurinn Helga Rós Indriðadóttir sópran flytur aríur eftir Verdi og Strauss í Hafnarborg í dag við undirleik Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir kallast Andlit ástarinnar og hefjast klukkan 12.

Sambland af jarðfræði, sögu og kveðskap

Árni Hjartarson jarðfræðingur heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 12 um tengsl Hallmundarhrauns og hins forna og torræða kvæðis Hallmundarkviðu.

Ég er dvergurinn í kjallaranum

Auður Ava er löngu orðin einn þekktasti og vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og bækur hennar hafa komið út í yfir tuttugu löndum. Samt vitum við svo ósköp lítið um hana.

Sjá næstu 50 fréttir