Fleiri fréttir

Smásöluverslun eykst mikið

Mikil veltuaukning var í smásöluverslun í septembermánuði, samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar (RV). Þetta er til marks um greinilega kaupmáttaraukningu frá sama mánuði í fyrra, segir í frétt RV.

Deutsche hagnast þrátt fyrir erfiðleika

Þýski bankarisinn Deutsche Bank hagnaðist um 278 milljónir evra, jafnvirði 34,6 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Um var að ræða verulegan viðsnúning en á sama tímabili í fyrra tapaði bankinn 6 milljörðum evra, 746 milljörðum króna.

Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð

Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar.

Klúðruðu leyfi kísilverksmiðju

Starfsleyfi Thorsil fyrir kísilverksmiðju í Helguvík, gefið út af Umhverfisstofnun 2015, hefur verið fellt úr gildi af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

„Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum“

Iceland Watch, þrýstihópur sem talinn er fjármagnaður af bandarískum fjárfestingarsjóðum sem telja ríkisstjórnina hafa brotið á sér, birtir flennistóra auglýsingu í dag með mynd af seðlabankastjóra. Ólíðandi aðför gegn íslenskum hagsmunum segir utanríkisráðherra.

Þriðju verðlaunin í hús

Vefgerðin vann á dögunum þriðju alþjóðlegu verðlaunin fyrir vefsíðuna Mekong Tourism – ferðaþjónustusíðu fyrir lönd sem eiga landamæri að Mekong-fljóti í Suðaustur-Asíu.

Tekjuvöxtur hjá mörgum félögum

Hagnaður dróst saman hjá meirihluta félaga sem skiluðu uppgjöri vegna þriðja ársfjórðungs í gær. Tekjur drógust einungis saman hjá einu félagi milli ára. Hlutabréfaverð hefur fallið hjá meirihluta félaganna á síðastliðnu ári. Fj

Greiða út 26,9 milljarða úr Framtakssjóði

Í gær var samþykkt á hluthafafundi Framtakssjóðs Íslands að greiða út í formi arðs og með lækkun hlutafjár alls 26,9 milljarða króna fyrir lok árs. Gangi þessar áætlanir eftir mun sjóðurinn um áramót hafa greitt út rúmlega 60 milljarða króna til hluthafa.

Risavaxinn snertiskjár og áhersla á þrívídd

Microsoft hélt sinn árlega októberviðburð í gær þar sem nýjungar fyrirtækisins voru kynntar til leiks. Þær stærstu eru nýja borðtölvan Surface Studio og ný Surface Book-fartölva sem er talsvert öflugri en fyrirrennari hennar.

Óljóst notagildi snjallúra veldur minnkandi sölu

Markaðshlutdeild Apple Watch minnkar um þrjátíu prósentustig. Milljónum færri snjallúr seldust á þriðja ársfjórðungi 2016 samanborið við sama tímabil í fyrra. Ástæðan er sögð óljóst notagildi úranna. Snjallúr Garmin seljast hins

Hagkerfið þarfnast mjög agaðrar hagstjórnar á komandi kjörtímabili

Staða íslenska hagkerfisins er einstök um þessar mundir og spár hagfræðinga eru samhljóða um að ekki sjái fyrir endann á uppsveiflunni á komandi árum. Allt sem Íslendingar óttast í venjulegu árferði virðist vera í lagi.<br/>Staðan er óumdeilanlega góð, en það er ekki að ástæðulausu að hagfræðin er stundum uppnefnd hin döpru vísindi. Þessar aðstæður kalla á varkárni ef hagkerfið á ekki að ofhitna með tilheyrandi skelli í lok hagsveiflu

Hagnaður Epal minnkar

Á árinu 2015 var hagnaður á rekstri Epal hf. að fjárhæð 39,6 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir