Fleiri fréttir

Er Ísland dýrasta land í heimi?

Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og þá hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu haft áhyggjur af mikilli styrkingu krónunnar. Við erum komin að ýmsum þolmörkum í hagkerfinu þegar ferðaþjónustan er annars vegar. Er Ísland uppselt? Og er Ísland dýrasta land í heimi?

H&M auglýsir eftir tískufrömuðum á kassa

Auglýst er eftir söluráðgjöfum í verslanir H&M hér á landi á vefsíðu Capacent í dag. Þar segir að allir starfsmenn sænska fataverslunarrisans þurfi að vera söludrifnir, félagslyndir og jákvæðir tískufrömuðir. Söluráðgjafar þurfi meðal annars að undirbúa útsölur og herferðir, fylgja verklagsreglum H&M, og sinna afgreiðslu á kassa í verslunum fyrirtækisins.

Unnur Míla tekur við af Sigurði hjá Íbúðalánasjóði

Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með 1. apríl. Unnur Míla Þorgeirsdóttir, sjóðstjóri hjá Íbúðalánasjóði, mun taka tímabundið við starfi framkvæmdastjóra fjárstýringar.

Krónan veikst gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum

Íslenska krónan hefur það sem af er degi veikst um rétt tæpt eitt prósent gagnvart sínum helstu viðskiptamyntum. Hefur krónan veikst um eitt prósent gagnvart evru og um 0,1 prósent gagnvart Bandaríkjadollar. Evran stendur nú í 117,9 krónum og dollarinn í 109,9.

Síminn greiðir hluthöfum 276 milljóna arð

Aðalfundur Símans samþykkti í gær tillögu stjórnar fjarskiptafélagsins um að greiddur verði út 275,5 milljóna arður til hluthafa vegna ársins 2016. Það nemur 0,029 krónum á hlut. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar fjarskiptafélagsins.

Fákasel fær að leita nauðasamninga við kröfuhafa

Héraðsdómur Suðurlands hefur veitt einkahlutafélaginu Fákaseli, sem rak samnefndan hestagarð í Ölfusi sem var lokað um miðjan febrúar vegna tapreksturs upp á mörg hundruð milljónir króna, heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa.

Svanhildur Nanna nýr stjórnarformaður VÍS

Fjárfestirinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir var kjörin stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyrirtækisins í gær. Þá var Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og sérfræðingur hjá Strategíu, kjörin varaformaður.

Hvernig snjallsíma á ég að kaupa mér?

Fréttablaðið rýndi í fjölda snjallsíma til þess að hjálpa til við valið. Litið er til þátta eins og verðs, skjástærðar og framleiðanda.

Fjórðungur ósáttur við gengisþróun krónunnar

Um 25 prósent forsvarsmanna fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins (SI) segja styrkingu krónunnar koma illa við rekstur þeirra. Fyrir ári var hlutfallið 18 prósent og meta færri félagsmenn það svo að gengisþróunin hafi jákvæð áhrif.

Telja Ísland geta borið 42% fleiri Domino's pitsustaði

Domino's Pizza Group telur að opna megi níu pitsustaði keðjunnar hér til viðbótar. Salan jókst um 16 prósent í fyrra. Stöðunum í Noregi og Svíþjóð geti fjölgað um allt að 186. Eignast meiri hluta í Pizza-Pizza ehf. á næstunni.

Costco samdi ekki við Olís um kaup á eldsneyti

Olís mun ekki selja Costco á Íslandi eldsneyti og hefur Skeljungur því að öllum líkindum hreppt samninginn við bandaríska verslunarrisann. Ekki náðist í Valgeir Baldursson, forstjóra Skeljungs, við vinnslu fréttarinnar.

Grænar tölur á fyrsta haftalausa deginum

Fjarskipti, móðurfélag Vodafone á Íslandi, var hástökkvari gærdagsins í Kauphöll Íslands þegar bréf félagsins hækkuðu um 5,5 prósent. Velta með bréf fjarskiptafélagsins nam þá 398 milljónum króna en það tilkynnti rétt fyrir opnun markaða í gær um samkomulag um kaup á rekstri 365 miðla að Fréttablaðinu og Glamour undanskildum.

Fjaðrandi sæti í fyrsta sæti

Safe Seat, fjaðrandi bátasæti sem verndar hrygginn, var sú hugmynd sem vann Gulleggið 2017 í frumkvöðlakeppni sem Icelandic Startups hefur staðið fyrir árlega um tíu ára skeið.

Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð

Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum.

Sjá næstu 50 fréttir