Fleiri fréttir

Eignir bandarísku forsetahjónanna 1,7 milljarðar

Samkvæmt fjárhagsyfirliti Barack Obama Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans Michelle liggur sparnaður þeirra aðallega í bandarískum ríkisskuldabréfum. Yfirlitið var birt í gærdag og nær yfir síðasta ár.

Hagnaður Magma var milljarður á fyrsta ársfjórðungi

Magma Energy eigandi HS Orku skilaði 9 milljón dollara, eða um eins milljarðs króna, hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er mun meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hann nam 142 þúsund dollurum.

Hlutir í gjaldþrota banka hækkuðu um 950%

Slagsmál tveggja danskra tískuhúsa um hinn gjaldþrota banka, Bonusbanken, í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa valdið því að hlutir í félaginu Holdingselskapet af 1958 hafa hækkað um 950% á einni viku. Þrotabúið er nær eina eign félagsins.

85% fjárfesta telja grískt þjóðargjaldþrot í vændum

Í könnun sem Bloomberg fréttaveitan gerði meðal fjárfesta, miðlara og hagfræðinga kom í ljós að 85% þeirra telja að grískt þjóðargjaldþrot sé í vændum. Grikkland geti einfaldlega ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Þýska aflvélin keyrir áfram af fullum krafti

Landsframleiðsla Þýskalands jókst um 1,5% á fyrsta ársfjórðungi ársins m.v. fjórðunginn á undan. Ef miðað er við sama tímabil í fyrra er vöxturinn tæp 5% þegar tekið hefur verið tillit til verðbólgu. Þýska aflvélin á evrusvæðinu keyrir því áfram af fullum krafti þessa dagana.

Facebook í rógsherferð gegn Google

Facebook gekk skrefinu of langt í baráttu sinni gegn Google með því að ráða almannatengslastofu til að fara í rógsherferð gegn Google. Þetta kemur fram á vefsíðunni business.dk.

Axcel með einn mesta hagnað í sögu Danmerkur

Fjárfestingarsjóðurinn Axcel skilaði hagnaði upp á 11,5 milljarða danskra kr. eða yfir 250 milljarða kr. á síðasta ári. Í frétt um málið á börsen.dk segir að um sé að ræða einn mesta hagnað á einu ári í sögu Danmerkur.

Saab á leið í svaðið

Spyker eigandi sænska bílaframleiðendans Saab hefur tilkynnt að kínverskur stórfjárfestir hafi hætt við að setja nýtt fjármagn inn í Saab. Þar með virðast dagar Saab vera taldir.

Norrænt hamborgarastríð í uppsiglingu

Það stefnir í norrænt hamborgarastríð eftir að sænska hamborgarkeðjan Max lýsti því yfir að hún ætlaði í harða samkeppni við Burger King og McDonalds í Noregi.

Annað verðhrun á olíu - viðskiptin stöðvuð

Annað verðhrun varð á heimsmarkaðsverði á olíu á markaðinum í New York í gærkvöldi. Vegna hrunsins voru viðskiptin á hrávörumarkaðinum Nymex stöðvuð í fimm mínútur.

Breski seðlabankinn spáir minni hagvexti á árinu

Verðbólga í Bretlandi verður líklega yfir markmiðum og hagvöxtur minni en áætlað var næstu tvö árin, samkvæmt ársfjórðungsspá Englandsbanka sem birt var í gær. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir seðlabankastjóranum Mervyn King að horfur til skamms tíma hafi versnað frá því í febrúar.

Sjórán kosta skipafélög 1.400 milljarða

Sómalskir sjóræningjar kostuðu skipafélög heimsins 12 milljarða dollara eða tæpa 1.400 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta segir æðsti yfirmaður alþjóðalögreglunnar Interpol.

Somaxon höfðar mál gegn Actavis

Bandariska lyfjafyrirtækið Somaxon Pharmaceuticals hefur höfðað dómsmál gegn Actavis vegna meintra brota gegn einkaleyfi. Málið snýst um umsókn Actavis um að framleiða samheitalyfsútgáfu og lyfinu Silenor sem notað er gegn svefnleysi.

Mærsk er kóngurinn í dönsku kauphöllinni

Danska skipafélagið A.P. Möller-Mærsk skilaði rjómauppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung árins. Hagnaðurinn, eftir skatta, nam 6,35 milljörðum danskra kr. eða um 138 milljörðum kr. Hlutir í Mærsk hafa hækkað um rúmlega 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun og kosta nú 51.250 danskar kr. stykkið.

Merkel styður Draghi í stöðu seðlabankastjóra Evrópu

Angela Merkel kanslari Þýskalands styður Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu í stöðu bankastjóra seðlabanka Evrópu (ECB). Þar með er talið nær víst að Draghi taki við af Jean-Claude Trichet þegar sá lætur af störfum í október n.k.

Slegist um hluti í gjaldþrota dönskum banka

Slegist er um hluti í eignarhaldsfélagi hins gjaldþrota banka Bonusbanken í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Tískuhúsið DK Company hóf að bjóða í hlutina á mánudaginn var en nú er fataframleiðandinn Smartguy farinn að kaupa hlutina og yfirbýður tískuhúsið.

Jackie Kennedy seld fyrir milljarða

Málverk Andy Warhol af Jacqueline Kennedy fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi fyrir rúmlega 20 milljónir dollara eða vel yfir tvo milljarða kr.

Tchenguiz ætlar í skaðabótamál við SFO

Vincent Tchenguiz ætlar í skaðabótamál gegn efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) vegna húsleita og handtöku hans og bróður hans Roberts í mars s.l. Húsleitirnar og handtökunnar voru liður í umfangsmiklum aðgerðum SFO í samvinnu við Sérstakan saksóknara á Íslandi og eru hluti af rannsókn þessara aðila á Kaupþingi.

Berlingske: Morten Lund í íslenskum lánasirkus

Berlingske Tidende birtir í dag úttekt um að Morten Lund hafi keypt danska fríblaðið Nyhedsavisen af Baugi með lánsfé sem Baugur útvegaði honum í gegnum Glitni og Straum. Fyrirsögnin á úttektinni er: Morten Lund í íslenskum lánasirkus.

Dani græðir 60 milljarða á sölu Skype

Danski athafnamaðurinn Janus Friis mun fá tæpa 3 milljarða danskra kr. eða um 60 milljarða kr. út úr kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu Skype. Þetta skýrist af því að hann og sænskur félagi hans eiga ennþá 14% hlut í Skype.

Kaup Microsoft á Skype staðfest

Tímaritið Fortune hefur fengið staðfest að búið sé að ganga frá kaupum Microsoft á netsímafyrirtækinu Skype. Kaupverðið er 8,5 milljarðar dollara eða um 970 milljarðar kr. Inn í verðinu er yfirtaka á skuldum Skype.

Warren Buffett fær hlutverk í The Office

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett mun koma fram í gestahlutaverki í bandarísku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Office. Verður þátturinn með Buffett sýndur á fimmtudag.

Microsoft spáir í Skype

Tölvurisinn Microsoft er nú í viðræðum við eigendur Skype um að fyrirtækið kaupi forritið, sem gerir fólki kleift að tala saman í gegnum Internetið í stað þess að nota síma.

Uppgjör Danske Bank undir væntingum

Danske Bank skilaði hagnaði fyrir skatt upp á 1,5 milljarð danskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta hefur valdið vonbrigðum meðal fjárfesta sem bjuggust við meiri hagnaði bankans. Hlutir í Danske Bank hafa fallið um 3% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun.

Grikkland þarf meiri aðstoð

Embættismönnum virtist í gær hafa tekist að sannfæra fjárfesta um að Grikkir ætluðu ekki að yfirgefa evrusvæðið. Í það minnsta komst kyrrð á gengi evrunnar eftir umrót sem stafaði af ótta við afdrif Grikklands.

Tískuhús vill kaupa gjaldþrota banka

Hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Holdingselskabet af 1958 hafa átt rjómadag í kauphöllinni í Kaupmannahöfn en þau hafa hækkað um 150% í verði frá því í morgun. Ástæðan er að tískuhúsið DK Company vill kaupa eina af eignum félagsins sem er hinn gjaldþrota banki Bonusbanken.

Þúsundir milljónamæringa borga ekki skatta

Í nýrri úttekt sem birt hefur verið á vefsíðunni CNN Money kemur fram að 4.000 heimili í Bandaríkjunum sem voru með árstekjur upp á eina milljón dollara eða meira, eða tæplega 114 milljónir kr., borguðu ekki krónu í alríkisskatt í fyrra.

Sjóræningjar kosta Mærsk um 20 milljarða í ár

Allt bendir til þess að sjóræningjastarfsemi undan ströndum Sómalíu muni kosta danska skipafélagið Mærsk hátt í 200 milljónir dollara, eða um 20 milljarða kr. í ár. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en Mærsk þurfti að greiða vegna sjóræningja á síðasta ári.

Ríkustu menn Bretlands verða ríkari

Efnahagslægðir og aðrir erfiðleikar virðast ekki koma sérstaklega illa við ríkustu menn Bretlands ef marka má árlegan lista Sunday Times sem kom út í gær.

Apple er verðmætasta vörumerki heimsins

Apple hefur velt Google úr sessi sem verðmætasta vörumerki heimsins. Þetta kemur fram í nýrri mælingu sem birt er í dag og Financial Times greinir frá. Verðmæti Apple merkisins er talið nema 153 milljörðum dollara eða um 17.400 milljarða kr.

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur farið að hækka eftir verðhrunið í síðustu viku. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 110 dollara og bandaríska léttolían stendur í tæpum 99 dollurum eftir að hafa hækkað um 2 dollara í morgun.

Mittal er ríkasti maður Breta

Stálauðjöfurinn Lakshmi Mittal er ríkasti maður á Bretlandi, samkvæmt lista blaðsins Sunday Times yfir breska auðjöfra sem birtur var um helgina. Ríkustu menn í Bretlandi hafa tapað verulegum hluta auðæva sinna í fjármálakreppunni.

40 bankar úr leik

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa svipt 40 banka í landinu starfsleyfi það sem af er ári. Engu að síður virðist færri bankastofnunum hafa verið lokað það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Á þessum tíma í fyrra hafði 68 bönkum nefnilega verið lokað.

Vextir á lánum Íra verða lækkaðir

Vextir á lánum Evrópusambandsins til Íra verða lækkaðir, eftir því sem fullyrt er á fréttavef BBC. Írar borga 5,8% vexti af lánum sem samþykkt voru se neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evruríkjunum og sérstökum sjóði sem tilheyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Óljóst er hversu mikil vaxtalækkunin yrði en BBC segir að 1% vaxtalækkun myndi spara Írum 400 milljónir evra í vaxtagreiðslur. Skriflegt samkomulag verður gert fyrir fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins þann 17. maí næstkomandi.

Her Úkraníu selur árásarþyrlur á netinu

Herinn í Úkraníu býr við svo mikið fjársvelti að yfirmenn hersins hafa gripið til þess ráð að selja árásarþyrlur sínar á netinu. Um er að ræða netsíðu sem líkist eBay.

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu falli

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hrapa eftir örstuttan viðsnúning snemma í morgun. Það sem af er degi hefur Brentolían lækkað um 3,7% og stendur í tæpum 107 dollurum á tunnuna. Bandaríska léttolían hefur lækkað um 3,3% og er komin niður í 96,50 dollara á tunnuna.

Álverðið tók tæplega 100 dollara dýfu

Heimsmarkaðsverð á áli lækkaði um tæpa 100 dollara á tonnið í gærdag og er það í takt við aðrar lækkanir á hrávörum þar sem verðið er bundið í dollurum.

Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi

Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi í gærkvöldi sem og verð á öðrum hrávörum. Verð á Brentolíunni lækkaði um 10% og fór niður fyrir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían fór niður fyrir 100 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst síðan í mars s.l.

Búið að ganga frá sölunni á All Saints

Búið er að ganga frá sölunni á tískuverslunarkeðjunni All Saints í Bretlandi. Kaupendurnir eru fjárfestingarsjóðirnir Lion Capital og Goode Partners. Seljendur eru skilanefndir Glitnis og Kaupþings en All Saints var áður í eigu Baugs.

Seðlabankar hækka stýrivexti bráðlega

Almennt er búist við að helstu seðlabankar heimsins séu að snúa frá lágvaxtastefnu sinni sem verið hefur við lýði í á þriðja ár í baráttu sinni gegn verðhækkunum á olíu- og matvörumarkaði sem hefur keyrt upp verðbólgu víða um heim.

Samið um neyðarlán til Portúgal

Stjórnvöld í Portúgal hafa náð samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðarlán upp á 78 milljarða evra eða um 13.000 milljarða króna.

Sjá næstu 50 fréttir