Innlent

Gleymdu hjálparkjörseðlum heima

Í Reykjavík suður og norður höfðu 1443 kosið til stjórnlagaþings klukkan tíu í morgun en kjörstaðir opnuðu klukkan níu. Litlar sem engar biðraðir mynduðust og var fólk yfirhöfuð fljótt að kjósa.

Einhverjir gleymdu þó hjálparkjörseðlinum heima og þá voru einhverjir sem vissu ekki að það mætti taka hann með sér inn í kjörklefann.

Rúmlega tíu þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar á öllu landinu, þar af sjö þúsund í Reykjavík.

Kjörstaðir verða opnir til kukkan 22 í kvöld og hefst talning atkvæða á morgun. Búist er við niðurstöðum á mánudag eða þriðjudag.

Alls eru 522 einstaklingar í framboði og mun stjórnlagaþingið skipa minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×