Fyrir tíu árum flykktist fólk á Fimmvörðuháls
Fimmvörðuháls var heitasti ferðamannastaður Íslands á páskunum árið 2010. Sagan er rifjuð upp í tveimur þáttum á Stöð 2 í tilefni tíu ára afmælis eldgossins í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum hófst 14. apríl en aðdragandi þess var lítið hraungos í sprungu sem opnaðist á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars og stóð í þrjár vikur. Hér er brot úr fyrri þættinum.