Ísland í dag - Pabbi væri líklega á lífi hefði heilbrigðiskerfið virkað segir Eva Dögg

Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar þegar hann tók sitt eigið líf, ákvað fósturdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála og hún hefur sagt að ef pabbi hennar hefði fengið þá aðstoð sem hann þurfti frá heilbrigðiskerfinu þá væri hann líklega enn á lífi! Og Eva segir að ef það geti hjálpað þó ekki væri nema einum einstaklingi að ræða þessi mál þá sé markmiðinu náð. Og nú er fjölskyldan að stofna minningarsjóð í hans nafni. Og síðasta verk Gísla Rúnars, gleðibókin Gervilimrur Gísla Rúnars er komin út í annarri prentun en fyrri prentunin seldist upp á mettíma enda er hér fyndin bók snillings sem öll þjóðin elskaði og dáði. Vala Matt fór og ræddi við Evu Dögg og bróður hennar Róbert Oliver um þessi erfiðu mál en það var líka brosað í gegnum tárin í anda Gísla Rúnars.

16187
14:15

Vinsælt í flokknum Ísland í dag