Ísland í dag – „Við erum algerlega á rangri braut“
Af hverju skipti stærsta kókaínmál Íslandssögunnar okkur svona litlu máli? Að mati margra er það vegna þess að stríðið gegn fíkniefnum sé löngu tapað og einstaka mál hafi engin áhrif. Jón Steinar Gunnlaugsson hefur sterkar skoðanir á þessu. Annað mál: Víkingarugl hjá íslensku víkingafélagi í boði opinberra stofnana. Ótækt að upphefja svona hryðjuverkamenn, segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur. Margt annað í þéttum þætti dagsins.