Hamarshöggin dynja í kartöfluþorpinu
Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á nýliðnum áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu samhliða því sem kartöfluræktin hefur þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna fjárfestingum í tækjum og húsnæði, og tilheyrandi hamarshöggum, sem dynja þessa dagana í kartöfluþorpinu.