Flugumferðin trufli brúðkaup, jarðarfarir og sofandi börn
Íbúar í Hlíðahverfi og Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi hafa stofnað samtökin Hljóðmörk gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félagsmenn vilja að gripið verði til aðgerða vegna hávaðamengunar og birtu í dag myndband sem sýnir flugumferð yfir heimili á Kársnesi.