Ísland er skuldbundið að kaupa bóluefni eingöngu í gegnum samning ESB
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins, að sögn sóttvarnalæknis. Hann bindur ennþá vonir við að Ísland taki þátt í bólusetningarrannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer.