Ísland í dag - Smáhýsi byggt úr rekaviðardrumbum! Og færanlegt!
Pínulítil íbúðarhús alveg niður í 13 fermetra hafa þvílíkt slegið í gegn að undanförnu og Vala Matt hefur skoðað nokkur ævintýralega skemmtileg fyrir Ísland í dag. Hún kíkti í heimsókn í 13 fermetra íbúðarhús á hjólum og annað 15 fermetra íbúðarhús sem er enn í smíðum. Og að þessu sinni fór Vala í leiðangur í Garðabæinn og skoðaði lítið hús í bakgarði byggt úr rekaviðardrumbum sem er mjög sérstakt. Rithöfundurinn margverðlaunaði Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur notað húsið til að skrifa nokkrar af sínum snilldar bókum og einnig hefur það verið notað sem íbúðarhús. Kristín Helga er einnig snillingur að flísaleggja með flísum sem hún iðulega býr til sjálf. Bæði gólf, veggi, gluggakistur og borð sem eru alveg ævintýraleg.