Ísland í dag - Ódýr töff veislutrix!

Nú eru veislur allsráðandi og að þessu sinni skoðum við ódýr töff veislutrix. Ljósmyndarinn og listakonan fjölhæfa Áslaug Snorradóttir er alltaf með ævintýralegar og frumlegar hugmyndir fyrir veislur enda einn flottasti veislu og matarhönnuður landsins. Og hér sýnir hún okkur nokkrar ótrúlegar borðskreytingar sem síðan er hægt að borða og eru engu líkar. Stílistinn og töffarinn Þórunn Högna útbýr veisluborð með flottum skreytingum gerðum úr marengs sem einnig er hægt að borða í veislunni. Og svo sjáum við nokkrar mjög einfaldar hárgreiðslur sem hægt er að gera auðveldlega heima. Hárgreiðslu meistararnir flottu Sigurveig Grétarsdóttir og Eyrún Ír Hafsteinsdóttir sýna okkur greiðslurnar. Vala Matt fór og kynnti sér málið.

2340
14:14

Vinsælt í flokknum Ísland í dag