Íslendingar þurfa áætlanir vegna vindorku
Íslendingar þurfa að gera áætlanir um vindorku, segir skoskur skipulagsfræðingur, sem furðar sig á því að lítið hafi gerst í þeim málum frá því hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Hann segir mikilvægt að hafa skýrar reglur um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki.