Þriðji skammturinn fram undan
Varnir verða þéttar á landamærum með skimun á bólusettum ferðamönnum með tengsl við Ísland, ráðist verður í bólusetningarátak og Landspítalinn efldur. Breytingar á aðgerðum innanlands í næstu viku munu byggja á þoli heilbrigðiskerfisins. Þrjátíu og þriggja prósenta aukning er í langtímaveikindum hjúkrunarfræðinga á milli ára. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk leggi líf sitt til hliðar vegna álags í heilbrigðiskerfinu.