Stöðug barátta og upplifir daglegan ótta

Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur verið óþreytandi við að berjast fyrir lýðræði í heimalandinu úr fjarlægð síðustu fjögur ár en hún flúði land í kjölfar umdeildra kosninga árið 2020 þar sem hún bauð sig fram gegn Alexander Lúkasjenkó sem þar hefur farið með völd í þrjátíu ár. Hann er stundum kallaður síðasti einræðisherra Evrópu og á vingott við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

125
18:33

Vinsælt í flokknum Fréttir