Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er enn að afla gagna
Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis segir nefndina enn vera að afla gagna og reiknar með að hún fundi stíft þessa vikuna. Nefndarfólk fundaði á hótel Borgarnesi í dag þar sem atkvæði voru talin og endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar hinn 25. september. Tólf kærur hafa borist vegna kosninganna sem flestar snúa að meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.