Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á norðurslóðum
Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. Í samtali við Stöð 2 sagði Erna Solberg þetta vel geta farið saman enda væri olíuvinnsla Noregs með hærri umhverfiskröfum en annarra.