Spennan mikil þegar þau tryggðu sig áfram í undanúrslitin
Átta liða úrslitin í Kviss hófust á laugardagskvöldið þegar Fram og KA mættust í spennandi viðureign. Í liði KA eru þau Íris Tanja Flygenring og Vilhelm Anton Jónsson en hjá Fram kepptu þau Birta Líf Ólafsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson.