Milljarðar streyma úr landi
Íslenska ríkið verður af gríðarlegum fjármunum á meðan lög eru ekki sett í kringum starfsemi erlendra veðmálasíðna hér á landi, segir formaður starfshóps dómsmálaráðuneytisins. Stjórnvöld verði að grípa inn í. Ekkert hefur gerst í málinu síðan starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir einu og hálfu ári.