Ísland í dag - Ég get ekki lifað svona lengur

Síðustu 11 mánuðir hafa verið þeir verstu í lífi Gunnlaugs Gunnarssonar, svo slæmir að hann hefur tvisvar reynt sjálfsvíg. "Læknamistökum er um að kenna og get ég hvergi farið nema í bleyju," segir Gunnlaugur sem missir saur hvar og hvenær sem er. "Í hvert skipti sem ég kem til læknis eru blóð, saur og þvagsýni tekin en svo gerist ekkert og mér sagt að þetta þurfi að rannsaka betur. Ég krefst þess að sjúkrahúsið bregðist við því það er lausn í boði." Saga Gunnlaugs í Íslandi í dag.

8163
11:17

Vinsælt í flokknum Ísland í dag