Ísland í dag - Fordómafull ummæli í garð transbarna
Í sjónvarpsþáttunum Transbörn fylgjumst við með fjórum íslenskum fjölskyldum sem eiga það sameiginlegt að innan þeirra er barn sem upplifir sig í öðru kyni en því sem þeim var úthlutað við fæðingu. Við hittum Sigrúnu Ósk nú á dögunum og fengum að heyra hvernig vinnslan á þáttunum fór fram, hvað hafi komið henni mest á óvart og við fáum einnig að sjá brot úr þáttaröðinni sem hefur mikla eftirtekt í samfélaginu.