Stjórnarandstæðingur handtekinn í Rússlandi
Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Yashin er einn fárra sem hefur vogað sér að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu og tala um stríð en ekki "sérstaka hernaðaraðgerð".