Björgun á Vatnajökli
Myndband frá björgunarsveitarmönnum frá því þegar komið var að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir voru síðan fluttir á Höfn í Hornafirði. Um var að ræða vana gönguskíðamenn frá Tékklandi sem hafa þverað Ísland að vetri til áður en þó aldrei farið yfir jökul.