Ísland í dag - Fæðingarbletturinn var húðkrabbamein

Næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir lenti í því í sumar að fyrir rælni tók hún eftir dökkum fæðingarbletti á bakinu og í staðinn fyrir að láta hann í friði lét hún skoða hann og í ljós kom húðkrabbamein á byrjunarstigi. Beta Reynis eins og hún er oftast kölluð segir að það hafi bjargað lífi hennar að þetta uppgötvaðist svona snemma á fyrsta stigi. En hún þurfti að fara í skurðaðgerð þar sem æxlið var fjarlægt. Hún vill segja frá þessari reynslu til þess að minna fólk á að vera vakandi fyrir dökkum blettum á húðinni sem geti reynst æxli. Vala Matt fór og heyrði þessa reynslusögu Betu og einnig hvernig hún notar hollan mat og sérstök vítamín til að styrkja sig eftir aðgerðina.

4748
12:13

Vinsælt í flokknum Ísland í dag