Alvarlega veikir í erfiðum aðstæðum
Skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni voru margir hverjir alvarlega veikir af covid-19 um borð og þurfti að velja hverjir fengju verkjalyf þar sem lyfjabirgðir voru ekki nægar. Þrátt fyrir þetta var skipinu ekki haldið til hafnar heldur menn sendir í einangrun inni í klefa.