Bruni í Gufunesi
Slökkvistarf gengur greiðlega í Gufunesi. Eldur kviknaði í bryggjunni þar á sjöunda tímanum í kvöld. Búið er að slá á mesta eldinn en slökkvistarfi er ekki alveg lokið. Óttast er að einhver eldur sé undir bryggjunni og því var brugðið á það ráð að senda mann í flotgalla á bát undir bryggjuna til að skoða það. Vatni var sprautað á bryggjuna úr hafnsögubát og frá landi fyrr í kvöld, eins og hægt er að sjá á meðfylgjandi myndskeiði.