Bakk - Sýnishorn
Tveir æskuvinir bakka á bíl hringinn í kringum Ísland. Það gengur ýmislegt á á ferðalaginu og þurfa félagarnir að glíma við sjálfa sig, hvorn annan, fortíðina og ýmislegt annað óvænt. Handritið og sagan er eftir Gunnar Hansson sem einnig fer með eitt aðalhlutverkið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni og Sögu Garðarsdóttur en Gunnar og Davíð Óskar Ólafsson leikstýra myndinni í sameiningu. Myndin er framleidd af Mystery.