Jóhanna Sigurðardóttir sæmd heiðursmerki Samtakanna ‘78
Stjórn Samtakanna '78 sæmdi í dag Jóhönnu Sigurðardóttur heiðursmerki fyrir baráttu hennar í þágu réttinda hinsegin fólks. Jóhanna var fyrsta opinberlega samkynhneigða kona heims til að verða forsætisráðherra og fyrst kvenna á Íslandi til að gegna embættinu.