Hamfaraflóðir í Kína
Minnst tuttugu og fimm hafa farist í hamfaraflóðum í Kína og er stór hluti landsins nú á kafi í vatni eftir úrhellisrigningar undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en talið er að rigningarnar muni halda áfram í nokkra daga. Sérfræðingar segja úrhellið það mesta í þúsund ár.