Ísland í dag - Valdi heilunarstarf fram yfir Hollywood

Leikkonan Jóhanna Jónasdóttir sló rækilega í gegn sem leikkona bæði í sjónvarpsþáttum og á sviði bæði í New York og í Hollywood. En var á þeim tíma að kljást við brotna sjálfsmynd og átröskun sem var afleiðing ótrúlegra erfiðleika sem hún mátti þola sem barn og höfðu áhrif á allt hennar líf. Hún ákvað að vinna sig útúr þeim vítahring og segir frá því á einstaklega einlægan og mjög opinskáan hátt í bók sinni “Frá Hollywood til heilunar” sem hún skrifar ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Við fáum að fylgjast með því hvernig hún læknar sig á einstakan hátt og nú er hún að vinna við að hjálpa öðrum sem orkuþerapisti og heilari og námskeiðshaldari. Vala Matt fór og fékk að heyra þessa mögnuðu reynslusögu Jóhönnu.

2293
16:06

Vinsælt í flokknum Ísland í dag