Íslendingar gjörbylta húshitun Kínverja
Hitaveitur sem íslenskt fyrirtæki kemur að því að byggja í tugum borga í Kína munu hita upp allt að fimm hundruð milljónir fermetra og draga stórlega úr mengun í borgunum. Forstjóri fyrirtækisins segir möguleika Kínverja og annarra asíuríkja í jarðhitamálum mjög mikla og geta spilað stórt hlutverk í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.