Málaskráin skemmdi fyrir: Vitni í sakamáli fékk neikvæða umsögn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Katrín Oddsdóttir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta. Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt þá ákvörðun ríkislögreglustjóra að veita ungum manni neikvæða umsögn vegna umsóknar hans um aðgang að haftasvæði flugverndar. Maðurinn sótti um aðganginn í tengslum við starf sitt fyrir ISAVIA við flugstjórnar- og flugnám. Umsögn ríkislögreglustjóra var neikvæð með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um manninn úr málaskrá lögreglunnar. Maðurinn var með hreint sakavottorð, en hafði komið við sögu lögreglu, meðal annars sem vitni og við skýrslugjöf. „Þetta er fyrst og fremst staðfesting á því að notkun á málaskrá lögreglu er oft og tíðum því miður mjög vafasöm. Það verður að búa til skýrar reglur um hvað megi geyma þar, hvenær því ber að eyða og með hvaða hætti megi nota það sem þar stendur,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður mannsins. Í dóminum segir að ríkislögreglustjóri hafi á engan hátt rökstutt með hvaða hætti staða mannsins sem vitni í sakamáli gerði það að verkum að umsögnin ætti að vera neikvæð. Staðhæfing lögreglustjórans um að ítrekaðar skráningar í lögreglukerfinu séu almenns eðlis og sýni ekki fram á að tilgreindar skráningar eða upplýsingar um manninn séu til þess fallnar að draga megi í efa hæfi hans til að njóta aðgangs að haftasvæði flugverndar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í mars að því hvort gangskör hafi verið gerð að því að setja ákvæði um eyðingu gagna úr gagnagrunninum og lét þess getið að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefðu hvorki meira né minna en 19.621 fyrirtæki og 325.003 einstaklingar verið skráðir hjá lögreglu, þar af 19.754 látnir. „Gagnagrunnurinn þarf að vera settur þannig upp að ef einhver kemur að einhverju máli þá safnist ekki upp einhver slóð sem síðan er hægt að nota gegn viðkomandi án samhengis. Ég hef ekki fengið nægilega skýr svör um þetta en ég veit að þetta kerfi er bara ónothæft. Ég hef ítrekað rætt þetta niðri á þingi en svo gerist ekki neitt. Ég mun halda áfram að beita mér fyrir því að þessi mál verði sett í viðunandi horf,“ segir Birgitta.
Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Sjá meira