„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. Innlent 22. apríl 2021 14:15
Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Innlent 22. apríl 2021 12:19
Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. Innlent 22. apríl 2021 11:38
Frumvarpið samþykkt á Alþingi í nótt Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga, þar sem kveðið er á um sóttvarnahús og för yfir landamæri, var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og ellefu voru fjarstaddir. Innlent 22. apríl 2021 07:10
Þingfundi frestað enn einu sinni Þingfundi sem hefjast átti klukkan 21:30 hefur nú verið frestað til klukkan eitt. Fundinum hafði áður verið frestað til 23 og síðan aftur til miðnættis. Afgreiðsla frumvarps heilbrigðisráðherra um sóttvarna- og útlendingalög í velferðarnefnd hefur dregist á langinn og útlit fyrir að umræða um frumvarpið á þingi standi fram á nótt. Innlent 21. apríl 2021 22:04
Gerir fastlega ráð fyrir að frumvarpið taki „þónokkrum breytingum“ í kvöld Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir fastlega ráð fyrir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarnar- og útlendingalögum verði taki þónokkrum breytingum í meðförum velferðarnefndar í kvöld. Innlent 21. apríl 2021 19:53
Svandís segir aðgerðirnar tímabundnar og afmarkaðar en brýnar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga ekki mega láta kappið bera sig ofurliði í aðgerðum gegn covid 19 og gæta meðalhófs. Nýjustu aðgerðirnar miði að því að taka harðar á þeim sem komi til landsins frá hááhættusvæðum. Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á sóttvarna- og útlendingalögum verði lögfest í kvöld. Innlent 21. apríl 2021 19:20
Covid faraldurinn hefur kostað ríkissjóð allt að fjögur hundruð milljarða Fjármálaráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa kostað ríkissjóð um fjögur hundruð milljarða króna. Það hafi óumdeilanlega verið skynsamlegt að hefta möguleika covid 19 veirunnar til að komast inn í landið til að verja efnahagslífið. Innlent 21. apríl 2021 14:29
Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. Innlent 21. apríl 2021 14:00
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. Innlent 21. apríl 2021 12:03
„Látum ekki fólkið sem slegið er forréttindablindu ráða för“ Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að stjórnvöld verði að leita allra leiða til að koma til móts við landsmenn sem þjást vegna COVID-19, hvort sem það sé heilsufarslega, félagslega eða vegna atvinnumissis. Innlent 20. apríl 2021 14:48
Íslenskt afreksíþróttafólk kallar á hjálp „Vill íslenskt samfélag heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan þegar íslenskur afreksíþróttamaður tekur á móti gulli á Ólympíuleikunum? Það mun ekki gerast ef ekkert verður aðhafst í stöðu afreksíþróttafólks. Við þurfum hjálp núna.“ Sport 20. apríl 2021 14:31
Ekki tjáir að deila við dómarann Dómstólar eru ein af grunnstoðum réttarríkisins. Hlutverk þeirra er að skera úr um rétt og skyldu manna að lögum. Þegar kemur að skipun dómara þá er eðli málsins samkvæmt vandað til vinnubragða og miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem fara með dómsvald. Skoðun 19. apríl 2021 16:00
Leggja fram frumvarp sem heimilar skyldudvöl í sóttvarnahúsi Í ljósi þess að tvær hópsýkingar geisa nú innanlands hefur þingflokkur Samfylkingarinnar ákveðið að leggja fram, við fyrsta tækifæri, frumvarp um breytingar á sóttvarnalögum sem heimilar ráðherra að skylda komufarþega til dvalar í sóttvarnarhúsi. Innlent 19. apríl 2021 14:47
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. Innlent 18. apríl 2021 18:31
Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks Fyrir Alþingi liggur frumvarp fjármálaráðherra á breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Skoðun 18. apríl 2021 09:01
Afar sértæk beiðni kom á óvart Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður ákvað að gefa ekki áfram kost á sér sem umboðsmaður Alþingis í liðinni viku eftir að henni barst tölvupóstur frá ráðgjafarnefnd forsætisnefndar um ráðninguna, þar sem hún var beðin um mjög tiltekin gögn í tengslum við umsókn sína. Innlent 17. apríl 2021 07:00
Hafnar því að Þórunn hafi ýtt sér í annað sætið Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar segir það ekki svo að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi ýtt honum niður í annað sæti á lista flokksins í Kraganum. Innlent 16. apríl 2021 15:55
Um hvað snúast stjórnmál Ég er stundum að heyra og lesa það í fjölmiðlum að Þórunn Sveinbjarnardóttir hafi „ýtt mér“ í annað sætið á lista Samfó í Kraganum. Þannig lít ég nú ekki á það, ef einhver hefði fyrir því að spyrja mig. Skoðun 16. apríl 2021 15:44
Páll blæs á sögusagnir þess efnis að hann sé arftaki Davíðs Páll Magnússon alþingismaður þvertekur fyrir það að hann sé á leið í ritstjórastól Morgunblaðsins. Innlent 16. apríl 2021 10:33
Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður Nýsköpunarmiðstöð verður lögð niður og nýtt tæknisetur tekur við verkefnum hennar samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu harðlega við atkvæðagreiðslu. Málið væri skaðlegt og vanhugsað. Innlent 15. apríl 2021 17:42
Lög um skipta búsetu barna samþykkt á þingi Barn getur nú verið skráð í þjóðskrá með búsetu hjá báðum foreldrum eftir að Alþingi samþykkti lagafrumvarp um skipta búsetu barns. Innlent 15. apríl 2021 15:50
Steingrímur sloj og dregur sig í hlé Ýmsir þingmenn voru hugsi, í ljósi almennra tilmæla sóttvarnaryfirvalda að þeir sem væru með flensueinkenni, héldu sig til hlés, á þinginu í dag. En þar var Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, afar aumingjalegur að sjá. Innlent 15. apríl 2021 15:44
Skora á Kolbein að gefast ekki upp og fara fram í Reykjavík Hólmfríður Árnadóttir, sigurvegari úr prófkjöri Vg í Suðurkjördæmi, gerir fastlega ráð fyrir því að konur skipi þrjú efstu sæti á lista Vg þar. Innlent 15. apríl 2021 13:56
WOW-skýrslan áfellisdómur yfir stjórnsýslunni Skýrsla ríkisendurskoðunar um fall WOW air er áfellisdómur yfir stjórnsýslunni að mati þingmanns Samfylkingarinnar. Samgöngustofa fær harða útreið og er sögð hafa starfað með viðskiptalega hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Innlent 15. apríl 2021 13:33
Hverjir eiga Ísland? Fimm sjokkerandi punktar Ein verðmætasta sameiginlega eign þjóðarinnar samkvæmt lögum er sjávarauðlindin. Fyrir nýtingu á henni greiðir útgerðin veiðileyfagjald. En vissu þið þessa fimm punkta um veiðileyfagjöldin? Skoðun 15. apríl 2021 11:01
Geðheilbrigðisþjónusta er lífsspursmál Mér þykir vænt um stjórnmál. Ánægjan felst meðal annars í samstarfi við gott fólk í öllum flokkum. Sjá hugsjónir og hluti raungerast sem barist hefur verið fyrir. En ekki síður vegna samtalsins við alls konar einstaklinga þvert yfir samfélagið um margvíslegar langanir, óskir, þarfir. Hin mikilvæga tenging við raunveruleika fólks. Skoðun 15. apríl 2021 07:30
„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“ Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“ Innlent 14. apríl 2021 23:46
Samgöngustofa veitti röng og misvísandi svör þegar WOW air var í basli Samgöngustofa er gagnrýnd harðlega í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á falli WOW air. Viðskiptalegir hagsmunir flugfélagsins virðist í einhverjum tilvikum hafa verið hafðir að leiðarljósi. Viðskipti innlent 14. apríl 2021 15:08
Landsmenn eigi að ferðast í svefnherberginu í sumar Landsmenn ættu ekki að gleyma því að ferðast í svefnherberginu í sumar að mati Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Fæðingartíðnin sé of lág til þess að viðhalda velferðarkerfi Íslendinga til framtíðar. Innlent 14. apríl 2021 13:29