Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.

Fréttamynd

Staðan ó­lík því sem sést í Banda­ríkjunum enda fylgið á fleygi­ferð

Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram.

Innlent
Fréttamynd

#ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks

Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og aðildarfélög sín, bjóða til kosningafundar ungs fólks með forystufólki stjórnmálaflokkanna og ungliðahreyfinga þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hafna þessari gagn­rýni al­gjör­lega“

Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Þórður Snær mun ekki taka þing­sæti

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Segir fund ráð­herra og lög­reglu­stjóra til marks um spillingu

Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir ekki komið til Ís­lands þótt þær gætu það

Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Hér eru „þessar elskur“

Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku.

Innlent
Fréttamynd

Þórður Snær af­boðaði komu sína

Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína.

Innlent
Fréttamynd

Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Krist­rún taki stóra á­hættu með að halda honum á lista

Fjölmargir hafa tekið til máls í dag á samfélagsmiðlum til að fordæma umdeild skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, eða taka upp hanskann fyrir hann. Heimspekingur segir ekki óeðlilegt að ræða þessi skrif og tekur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, taki áhættu með Þórð á lista.

Innlent
Fréttamynd

Hug­myndir Ingu séu að­för að kjörum alls vinnandi fólks

Hugmyndir formanns Flokks fólksins um að sækja níutíu milljarða á ári með aukinni skattheimtu á innborganir í lífeyrissjóði hafa orðið til þess að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífs sameina krafta sína. Það gera forseti ASÍ og formaður SA í aðsendri grein á Vísi. Algengara er að heyra forsvarsfólk samtakanna tveggja tala í kross til dæmis í tengslum við kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Sósíal­istar mælast inni og Vinstri græn í lífs­hættu

Ekki mælist marktækur munur á fylgi Samfylkingarinnar og Viðreisnar í nýrri könnun Maskínu. Sósíalistar bæta við sig tveimur prósentustigum og Miðflokkurinn tapar rúmlega tveimur. Prófessor í stjórmálafræði segir Viðreisn bæði njóta fylgis sem komi frá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki. Þá séu Vinstri græn í raunverulegri lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“

„Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar.

Innlent
Fréttamynd

„Nei, Ás­laug Arna“

„Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ 

Innlent
Fréttamynd

„Berum ekki á­byrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“

„Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“

Innlent