Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fóru 30. nóvember 2024.



Fréttamynd

Orðinn „kok­hraustur kvenhatari“ og tæki­færis­sinni

Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni.

Innlent
Fréttamynd

Aug­ljóst að ríkis­stjórnar­sam­starfið sé að nálgast leiðar­lok

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ekkert óvænt við samþykkt ályktunar á landsfundi Vinstri grænna um að ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé að nálgast leiðarlok var. Í ályktuninni segir meðal annars að ganga verði til kosninga næsta vor. Hún telur ekki ástæðu til að ræða ályktunina á fundi þingflokks Framsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnar­slit

Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Kári og Sveinn til liðs við Arnar Þór

Fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins og organisti eru stofnendur Lýðræðisflokksins ásamt Arnari Þór Jónssyni fyrrverandi varaþingmanni, dómara og forsetaframbjóðenda. Þeir segja flokkinn nauðsynlegt andsvar við doða sem þeir segja hafa lagst yfir íslensk stjórnmál.

Innlent
Fréttamynd

Nýir vendir sópa best

Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál.

Skoðun
Fréttamynd

Lilja í upp­á­haldi eftir að hún húðskammaði Arnar

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig þing­menn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær?

Stjórnmálaflokkar setja sig nú í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin verður í öndvegi í Pallborðinu í dag, þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson hafa boðað komu sína. Pallborðinu verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 13.

Innlent
Fréttamynd

Mættur í Sam­fylkinguna

Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best. 

Innlent