Hver á matjurtagarðinn? Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf, eftir mánaðarfjarveru, að matjurtagarðurinn yrði eitt arfabeð við heimkomu. En samt varð ég rosalega hissa og gat varla trúað því að þetta væri garðurinn okkar. Bakþankar 30. júlí 2014 00:00
Erlent yfirbragð hryðjuverkamanna Norski vefmiðillinn Verdens Gang sagði frá því í gær að aðrar reglur giltu um útlendinga en innfædda Norðmenn þegar kæmi að landamæraeftirliti, en lögreglan hafði þá hert mjög allt eftirlit á flugvöllum eftir að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar þar í landi var hækkað. Bakþankar 29. júlí 2014 07:00
Hvar á íslenska veðrið heima? Íslendingar eiga 90 daga af sumri. Við lifum á þessu skeri, lengst norður í ballarhafi, í skítakulda, nístingsfrosti og kolniðamyrkri og þráum ekkert heitar en gott sumar. Þessi mýta, um góða sumarið á Íslandi, er einhvers konar ópíum fólksins til að við fáumst til að búa hérna. Einhvers konar réttlæting fyrir tilvist okkar hérna utan hins byggilega heims. Bakþankar 28. júlí 2014 07:00
Ekki kæra – það er svo dýrt fyrir ríkið Ég myndi ráðleggja konum frá því að kæra kynferðisbrot, hlutfallslega fara svo fá mál alla leið og þetta er svo langt og erfitt ferli. Svo ekki sé minnst á hvað þetta er dýrt fyrir ríkið. Bakþankar 26. júlí 2014 07:00
Þú keyrðir á Bjössa bollu! Hornstrandarferð tók óvænta stefnu í Reykjanesi þar sem Sigga Hagalín sagði alla vera á leiðinni á Ögurballið. Hún hefur sín sambönd. Bakþankar 25. júlí 2014 07:00
Forræðismygla Í haust ætlar Alþingi að ræða frumvarp sem heimilar sölu á áfengi í verslunum. Einu skilyrðin eru að áfengið verði ekki selt eftir klukkan átta á kvöldin og að salan fari fram í afmörkuðu rými. Og að sá sem afgreiðir hafi náð tilskildum aldri. Bakþankar 24. júlí 2014 07:00
Ólafur Ragnar á Læðunni Umburðarlyndi er dyggð og auðvitað á okkur að þykja örlítið vænt um alla hina ólíku samferðamenn okkar á þessari jörð. Öll hljótum við þó að hafa leyfi til að samþykkja ekki allar gjörðir samferðamannanna Bakþankar 23. júlí 2014 07:00
Með þumalinn á lofti Ég skráði mig inn á Facebook árið 2007. Áður hafði ég verið meðlimur á MySpace um stutta hríð. Þegar þetta var þótti mér samfélagsmiðillinn kjörin leið til að halda sambandi við vini og vandamenn um allan heim á einfaldan og auðveldan máta, og þykir enn. Bakþankar 22. júlí 2014 00:00
Tilfinningar í bíl Um daginn fór ég ein í bíltúr. Ekki eitthvað sem ég tek venjulega upp á, enda virkur þátttakandi í aðförinni að einkabílnum. Á þessum tiltekna tímapunkti fannst mér þetta þó vera eitthvað sem ég þyrfti að gera. Bakþankar 21. júlí 2014 00:00
Aðgerðaleysi ekki valkostur "Það flaug dróni þrjá metra fyrir ofan höfuðið á mér,“ skrifaði Facebook-vinkona mín sem er búsett í Jerúsalem á vegginn sinn í vikunni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur sjaldan verið jafn alvarlegt og nú. Bakþankar 19. júlí 2014 07:00
Þú manst að þú elskar mig ef ég dey Ég fékk mér tattú um daginn. Tattú sem mig er búið að langa lengi í. Ég lét flúra nafn dóttur minnar á líkama minn. Það var afar sársaukafullt en fyllilega þess virði. Bakþankar 18. júlí 2014 06:00
Samtal á fundi II Maður 1 Jæja. Nú eru liðin sex ár frá hruni og fólk loks farið að róast. Maður 2 Og við erum aftur við völd. Snilld. Bakþankar 17. júlí 2014 07:00
Feitu fólki er engin vorkunn Árið er 1998. Besta vinkona mín stendur uppi á stól og gramsar í eldhússkápnum. "Ertu viss um að við megum þetta?“ spyr ég, þó ég viti vel hvert svarið er. "Það fattar það enginn, við tökum bara smá,“ svarar vinkona mín og stekkur niður á gólf Bakþankar 16. júlí 2014 00:00
Þegar þjálfarinn sussaði á pabbann Í vetur varð ég vitni að eftirminnilegri uppákomu. Þjálfari eins liðs þrettán ára drengja í körfubolta sussaði þá á einn pabba sem sat í stúkunni og kom athugasemdum sínum á framfæri með nokkuð miklum látum. Þannig að allir í húsinu heyrðu. Bakþankar 14. júlí 2014 07:00
"Eyjar? Af hverju í ósköpunum?“ Eftir hátt í 24 ára langa ævi ákvað ég loks að láta verða af því. Það var kominn tími til að heimsækja fyrirheitna landið, fara til útlanda. Ég er á leið til Eyja. Já. Vestmannaeyjar, hér kem ég. Bakþankar 12. júlí 2014 07:00
Ísland í hundana Þegar ég var barn og unglingur voru hundar eitthvað sem ég þekkti ekki. Fjölskylda vinar míns átti hund, einn frændi í fjölskyldunni átti hund í nokkur ár en þar með var það upptalið. Fyrir vikið leið mér aldrei vel í návist hunda og var í rauninni smeykur við þá. Þrjú ár í Bandaríkjunum breyttu öllu. Bakþankar 11. júlí 2014 07:00
Spurt er um ár… Þýskaland leikur til úrslita á heimsmeistaramótinu í fótbolta en ekki eru allir sáttir við að Ríkissjónvarpið sýni leiki mótsins. Sumir kvarta yfir því að framlengingar seinki fréttatímum en aðrir eru hæstánægðir. Í Bandaríkjunum birta fjölmiðlar fréttir um að fótbolti sé að ná vinsældum á meðal landsmanna Bakþankar 10. júlí 2014 07:00
Fyrirmyndargleymska Æ hvað ég er fegin að sjá þetta, við þurfum að vera góð fyrirmynd,“ sagði vegfarandi við mig þegar við mæðgurnar reiddum hjólin okkar yfir gangbraut. Ég fór hjá mér við þetta hrós. Ég var nefnilega hjálmlaus á ferð þennan dag, eins og svo oft áður. Bakþankar 9. júlí 2014 07:00
Daginn sem Skeifan brann Á meðan Skeifan stóð í ljósum logum mjakaðist ég ásamt ótal öðrum ferðalöngum eftir Suðurlandsveginum í átt til höfuðborgarinnar. Ég missti því af brunanum en gat lesið mér til um hann á öllum fréttamiðlum í gær. Bakþankar 8. júlí 2014 07:00
Sumarflensan Ég fékk flensu í lægðinni um daginn og er nýstaðin upp úr nær sjö daga pest. Einum sýklalyfjakúr og um það bil fjórum sjónvarpsþáttaseríum síðar er ég aðeins að hressast. Líkami minn er samt krambúleraður eftir alla þessa hvíld. Bakþankar 7. júlí 2014 00:00
Hégómafulla móðirin Móðurhlutverkið þykir óeigingjarnt og vanþakklátt starf. Það er þekkt stærð að mæður fá ekki frið á klósettinu og eftir að hafa alið upp stjúpbörnin tvö í tæplega þrjú ár hef ég fyrirgert rétti mínum til að læsa að mér í sturtu. Bakþankar 5. júlí 2014 09:00
Konurnar sem sigruðu heiminn Eitt kvöld í vikunni var ég staðráðin í því að fara snemma að sofa. Svo gerðist það. Ég fann heimildarmynd sem ég þurfti að horfa á. Helst strax í gær. Heimildarmynd um konur sem mótuðu æsku mína. Bakþankar 4. júlí 2014 08:36
Ökumannslausir bílar Það er víst komið að því. Google er að þróa ökumannslausa bíla og fullyrða að þeir muni byrja að renna af færibandinu árið 2018. Bakþankar 3. júlí 2014 07:00
Líkneski og lifandi fólk „Mér finnst eins og við eigum ekki að vera hérna.“ Í bakgrunni hljómar yfirpoppuð útgáfa af laginu Sound of Silence. Við erum að bíða eftir lyklunum að herberginu okkar. Bakþankar 2. júlí 2014 06:30
Koddaslef og kynlífsherbergi „Þetta gæti ég til dæmis aldrei gert,“ sagði vinnufélagi minn í gær þegar ég lýsti fyrir honum gistiaðstæðum mínum í Montreal á dögunum. Bakþankar 27. júní 2014 09:45
Gunnars majónes í Kauphöll Íslands Gunnars majónes fór á hausinn. Samt er majónes hollt samkvæmt lágkolvetnalífsstílnum sem selur fleiri bækur en Arnaldur Indriðason. Það þýðir samt ekki að dvelja í fortíðinni. Fyrirtækið þarf að komast aftur á flug og það hratt. Þúsundir samloka með rækjusalati eru í húfi. Bakþankar 26. júní 2014 07:00
KONUR! HAHAHA Sástu leikinn í gær? Já, sá hann, dómarinn var alveg á brjóstahaldaranum. SNAKK, SNAKK, gefið mér snakk.“Einhvern veginn svona hljómar auglýsing sem er spiluð í útvarpi allra landsmanna þessa dagana í tilefni af því hversu vel snakk og heimsmeistaramót í karlafótbolta fara saman. Þarna er notast við klassískt brjóstahaldaragrín á kostnað kvenna, því það er svo fyndið. Bakþankar 23. júní 2014 07:00
Hvernig get ég fengið að ríða? Ég las pistil í Kjarnanum í vikunni þar sem Margrét Erla Maack skrifar um svokallaða "Dirty Weekend“-túrista og að þeir ferðist enn til landsins í stríðum straumum. Bakþankar 20. júní 2014 06:00
Á háum hesti Þegar ég keyri bíl þá þoli ég ekki hjólreiðafólk. Að sjá tvo hjólreiðamenn hjóla samsíða á 30 km hraða á akrein sem ég ætla mér að keyra á 50 km hraða fær blóð mitt til að sjóða. Ég þoli ekki að vera hindraður af hjólandi fólki. Ég hugsa ekki aðeins illa til þess heldur set ég saman eitraðar hugsanir um allt sem tengist hjólreiðum. Bakþankar 19. júní 2014 07:00