Fótboltafólk vill fjögurra vikna sumarfrí: „Lítið að frétta í júlí hvort eð er“ Forseti Leikmannasamtaka Íslands segir að meirihluti leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilji sumarfrí yfir hásumarið. Íslenski boltinn 15. febrúar 2024 07:31
Arna Sif fór meidd af velli: „Kom bara einhver smellur í hnéð“ Valur vann öruggan 5-1 sigur á Fylki í Lengjubikarnum í kvöld. Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir fór meidd af velli í fyrri hálfleik. Óttast er að um krossbandsslit sé að ræða. Íslenski boltinn 14. febrúar 2024 21:00
Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda. Fótbolti 12. febrúar 2024 11:01
Málfríður tekur síðasta dansinn með Val Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur heim í Val og ætlar að klára farsælan fótboltaferil sinn á Hlíðarenda í sumar. Íslenski boltinn 9. febrúar 2024 14:24
Þróttur sækir tvær á Selfoss Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári. Íslenski boltinn 8. febrúar 2024 20:00
„Ég elska veturinn og náttúruna“ Þór/KA hefur styrkt sig fyrir átökin i Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar en félagið hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 11:30
Bikarveisla Víkingsstelpna heldur áfram á nýju ári Bikarmeistarar Víkings tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar þær unnu 2-1 sigur á Fylki í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöllinni. Íslenski boltinn 6. febrúar 2024 06:30
Þróttur sækir leikmann sem hefur áður spilað hér á landi Þróttur Reykjavík hefur samið við Caroline Murray um að spila með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hún þekkir ágætlega til á Íslandi eftir að hafa leikið hér á landi sumarið 2017. Íslenski boltinn 5. febrúar 2024 19:15
Barbára til Breiðabliks Fótboltakonan Barbára Sól Gísladóttir er gengin í raðir Breiðabliks frá Selfossi. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við Kópavogsfélagið. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 14:01
Lengjubikar karla og kvenna í beinni á Stöð 2 Sport Knattspyrnuáhugafólk getur farið að hita upp fyrir fótboltasumarið með því að sjá liðin spila leiki í beinni á Stöð 2 Sport í stærsta mótinu á undirbúningstímabilinu. Íslenski boltinn 29. janúar 2024 11:47
„Alveg sama hvað öðru fólki finnst um það“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og spilar með liðinu í Bestu deild kvenna næsta sumar. Hún nýtur lífsins í Harvard-háskóla og spilar þar með skólaliði fram á vor. Íslenski boltinn 28. janúar 2024 08:01
Íris Dögg úr Laugardalnum yfir á Hlíðarenda Markvörðurinn Íris Dögg Gunnarsdóttir hefur samið við Íslandsmeistara Vals út komandi leiktíð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Hún kemur frá Þrótti Reykjavík þar sem hún hefur leikið frá 2021. Íslenski boltinn 25. janúar 2024 23:01
Víkingur vann 7-0 sigur á KR Kvennalið Víkings hélt sigurgöngu sinni áfram í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu með sjö marka stórsigri á KR í gær. Íslenski boltinn 22. janúar 2024 15:31
Grindvíkingar fá Laugardalsvöll að öllum líkindum Knattspyrnulið Grindavíkur mun að öllum líkindum spila heimaleiki sína á Laugardalsvelli í sumar en endanlega ákvörðun verður tekin í næstu viku. Íslenski boltinn 18. janúar 2024 20:55
Ólöf Sigríður skrifar undir samning við Breiðablik Landsliðsframherjinn Ólöf Sigríður Kristinsdóttir hefur skrifað undir samning við Breiðablik fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 16. janúar 2024 09:50
Hanna frá Val í FH FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið. Íslenski boltinn 11. janúar 2024 15:30
Sex systur á skýrslu hjá Víkingi Hvorki fleiri né færri en sex systur komu við sögu hjá Víkingi í Reykjavíkurmótinu í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 8. janúar 2024 11:31
Íslandsmeistararnir fá öflugan liðsstyrk Jasmín Erla Ingadóttir, markadrottning Bestu deildarinnar 2022, er farin frá Stjörnunni og hefur skrifað undir hjá Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn 7. janúar 2024 15:25
Helena í Valstreyju þegar hún snýr aftur Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára í fótbolta kvenna, Valsarar, hafa tryggt sér krafta Helenu Óskar Hálfdánardóttur næstu tvö árin. Hún kemur til félagsins frá helstu keppinautunum í Breiðabliki. Íslenski boltinn 3. janúar 2024 17:01
Birta í markinu hjá nýliðunum Birta Guðlaugsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík. Þessi 22 ára markvörður verður því með nýliðunum í Bestu deildinni á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 2. janúar 2024 16:01
Birnir Snær og Sigdís Eva sköruðu fram úr hjá Víkingi Knattspyrnufólkið Birnir Snær Ingason og Sigdís Eva Bárðardóttir voru í gær kjörin íþróttakarl og íþróttakona Víkings árið 2023. Fótbolti 30. desember 2023 16:00
„Þá varð maður jákvæðari með allt saman“ Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Íslenski boltinn 27. desember 2023 13:31
Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Sport 23. desember 2023 10:01
Íslandsmótið aldrei hafist fyrr og aldrei varað lengur Áætlað er að keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefjist laugardaginn 6. apríl, með leik Íslands- og bikarmeistara Víkings við Stjörnuna. Keppni hefur aldrei hafist fyrr og Í fyrsta sinn nær mótið yfir meira en 200 daga. Íslenski boltinn 20. desember 2023 16:05
Þriðja Dísin frá Val í atvinnumennsku Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 20. desember 2023 13:26
Sædís fullkomnar árið með samningi í Noregi Knattspyrnukonan unga Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur vægast sagt átt gott ár og er nú komin út í atvinnumennsku því hún skrifaði undir þriggja ára samning við Noregsmeistara Vålerenga. Fótbolti 20. desember 2023 11:37
Markadrottningin í atvinnumennsku: „Ég elska Svíþjóð“ Hin tvítuga Bryndís Arna Níelsdóttir, markadrottning Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð, er gengin í raðir sænska knattspyrnufélagsins Växjö. Fótbolti 15. desember 2023 17:00
Þór/KA fær góða jólagjöf frá Söndru Maríu Jessen Sandra María Jessen hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 15. desember 2023 09:01
Meistararnir fá mikinn liðsstyrk úr Laugardal Bandaríski miðjumaðurinn Katie Cousins er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að hafa verið lykilleikmaður í liði Þróttar á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 14. desember 2023 16:00
Hafrún Rakel í Bröndby: „Passa mjög vel inn í leikstíl liðsins“ Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Bröndby. Fótbolti 11. desember 2023 13:19