Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

„Mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028“

„Það mun enginn kaupa annað en rafbíl árið 2028.“ Þetta segir Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar um nýskráningarbann bensín- og dísilbíla. Hann telur nýskráningarbann samt sem áður óþarft. Svo mikil sé gróskan í rafbílabransanum.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kafað ofan í litleysi ís­lenska bílaflotans

Áttatíu prósent nýskráðra bíla á Íslandi eru gráir, hvítir eða svartir. Bílasali segir greinilegt að Íslendingar telji litríka bíla óheppilega til endursölu. Þá geti djarfari litir kostað kaupendur milljónir aukalega.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að olíu­fé­lögin hækki á­lagningu

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að sterkt aðhald þurfi gagnvart því að tryggja að álagning á eldsneyti hækki ekki þegar bensín- og díselgjöld verða afnumin á næsta ári. Til stendur að leggja kílómetragjald á bensín- og díselbíla á næsta ári, en fella brott bensín- og olíugjöld sem greidd eru við kaup á jarðefnaeldsneyti. Í frumvarpsdrögunum stendur einnig til að hækka kolefnisgjaldið sem leggst á bensín- og díselbíla.

Innlent
Fréttamynd

Minna nú á skoðun öku­tækja á Ísland.is

Samgöngustofa hefur tengst stafrænu pósthólfi á Ísland.is og nýtir nú pósthólfið til að minna eigendur ökutækja á skoðunartíma ökutækisins. Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að með því að tengjast pósthólfinu voni þau að þeim gefist kostur á aukinni skilvirkni og betri þjónustu við viðskiptavini.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Banninu verður ekki flýtt

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. 

Bílar
Fréttamynd

Ferða­menn lentu í vand­ræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kíló­metra

Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra.

Innlent
Fréttamynd

Sofnaði eftir fjór­tán mínútna akstur og olli banaslysi

Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn.

Innlent
Fréttamynd

Rúntað um Reykja­vík í Tesla Cybertruck

Tesla Cybertruck verður til sýnis hér á landi um helgina, eftir að hafa flakkað um Evrópu síðustu vikur. Einn helsti Teslu-áhugamaður landsins segir bílinn uppfylla allar hans kröfur.

Bílar
Fréttamynd

Um­ferð hafi vaxið um­fram fjár­veitingar til við­halds

Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku.

Innlent
Fréttamynd

Dæmi um að öku­menn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans

Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Nýr Peu­geot E-3008 raf­bíll frum­sýndur í Brim­borg

Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Samstarf
Fréttamynd

Ljúgandi mál­pípa Sjálf­stæðis­flokksins

Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“.

Skoðun
Fréttamynd

Á­huga­verðar á­kvarðanir

Nýskráningar rafbíla á þessu ári hafa hrunið í samanburði við síðasta ár og Ísland er óðum að missa forystuhlutverk sitt í orkuskiptum samgagna.

Skoðun