
Hyundai kynnir nýjan i20 á morgun
Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardag á milli kl. 12 og 16 nýjan og endurhannaðan i20 sem tvívegis hefur unnið Gullna stýrið hjá Auto Bild, nú síðast í nóvember síðastliðnum í flokki bíla sem kosta undir 25 þúsund evrum á Evrópumarkaði. Undir þeim mörkum er nýr i20 sannarlega á Íslandi því Hyundai í Garðabænum býður beinskiptan i20 frá kr. 2.690.000. og sjálfskiptan frá kr. 3.090.000.