Myndaveisla frá hátíðarforsýningu Napóleonsskjalanna Í gær fór fram sérstök hátíðarforsýning á kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Forsetahjónin mættu og fögnuðu með aðstandendum kvikmyndarinnar. Lífið 1. febrúar 2023 11:15
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. Innlent 31. janúar 2023 22:31
Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. Bíó og sjónvarp 31. janúar 2023 11:48
Tíu ár af Fáðu já Í dag eru nákvæmlega 10 ár síðan Fáðu já-stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd í Bíó Paradís og síðan í öllum skólum á landinu. Myndin hlaut gríðarlega athygli og var um hana fjallað í flestum fjölmiðlum, beinar útsendingar voru frá frumsýningu og sýningum í skólum og mikil umræða skapaðist í samfélaginu. Skoðun 30. janúar 2023 17:01
Svikakvendið segir eigin sögu við matarborðið í stofufangelsi Rússneska svikakvendið Anna Sorokin, öðru nafni Anna Delvey hefur nú landað sjónvarpsþáttasamning á meðan hún er í stofufangelsi. Bíó og sjónvarp 26. janúar 2023 12:33
„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. Lífið 24. janúar 2023 16:04
Dalvík verður að Ennis í nokkra daga Hluti Dalvíkur verður á næstu dögum að bænum Ennis í nokkra daga. Tökur á þáttunum True Detective fara þar fram um mánaðamótin. Bíó og sjónvarp 24. janúar 2023 13:25
Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. Bíó og sjónvarp 24. janúar 2023 11:00
Blonde með flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna Kvikmyndin Blonde, þar sem segir frá ævi leikkonunnar Marilyn Monroe, hefur hlotið flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu. Bíó og sjónvarp 23. janúar 2023 08:37
Aukaleikarar fengu óvænt greitt með Bónuskorti Aukaleikarar sem unnu við tökur á Áramótaskaupinu fengu greitt með inneign í Bónus. Þeir aukaleikarar sem tóku fyrstir þátt töldu sig munu fá greitt fyrir þátttökuna miðað við auglýsingu á Facebook. Innlent 20. janúar 2023 21:38
Ólafur Darri og félagar stofna framleiðslufyrirtæki Nýtt íslenskt framleiðslufyrirtæki sem ætlar sér að þróa og fjármagna framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni fyrir alþjóðamarkað hefir tryggt sér fjármögnun innlendra sem erlendra fjárfesta. Viðskipti innlent 19. janúar 2023 13:32
Gulu skósveinarnir möluðu gull Árið 2022 var svokallað endurkomuár í kvikmyndahúsum um heim allan og Ísland var þar engin undantekning. Aðsókn í kvikmyndahús hélt áfram að aukast og gamlir kunningjar snéru aftur á hvíta tjaldið og það má með sanni segja að árið 2022 var ár framhaldsmynda. Lífið 18. janúar 2023 14:30
Renner kominn heim í faðm fjölskyldu Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag. Bíó og sjónvarp 17. janúar 2023 21:26
Mando og Grogu snúa aftur í nýrri stiklu Disney birti í nótt stiklu fyrir þriðju þáttaröð Mandalorian. Einnig var opinberað að þættirnir verða sýndir á Disney Plus þann fyrsta mars. Bíó og sjónvarp 17. janúar 2023 09:45
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. Bíó og sjónvarp 16. janúar 2023 18:31
Segist sár eftir að hafa horft á Tár Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2023 11:49
„Alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna“ Tómas Geir Howser Harðarson vann hug og hjörtu landsmanna með tilfinningaríkum fagnaðarlátum í Gettu betur árið 2015 og hlaut viðurnefnið Tilfinninga-Tómas. Lífið 10. janúar 2023 11:34
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2023 21:38
Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. Lífið 9. janúar 2023 15:45
Berdreymi tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna Kvikmyndin Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Prisen 2023. Lífið 9. janúar 2023 09:46
Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Bíó og sjónvarp 8. janúar 2023 00:13
Kvikmyndatónlist kvenna sett í sviðsljósið Laugardaginn 14.janúar verður haldinn sérstakur kvikmyndatónlistarviðburður í Bíó Paradís í samstarfi við Feminist Film Festival, Shesaid.so og Anima Productions. Tónlist 7. janúar 2023 11:00
Avatar 2 nálgast tvo milljarða Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2023 11:51
Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út „Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni. Lífið 6. janúar 2023 11:31
Stranger Things leikari kominn út úr skápnum Leikarinn Noah Schnapp, einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Stranger Things er kominn út úr skápnum. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2023 00:07
Stjörnurnar flykktust í bíó að sjá Villibráð Forsýning á íslensku gamanmyndinni Villibráð fór fram í Smárabíói í gær. Landslið íslenskra leikara kemur saman í þessari stórhættulegu kvikmynd undir leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 5. janúar 2023 11:34
„Mjög hressandi, mjög skelfileg og bara hræðilega óþægileg“ Forsýning á kvikmyndinni Villibráð fór fram í kvöld í Smárabíói. Fréttakona okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir tók leikara og leikstjóra myndarinnar tali rétt fyrir forsýningu fyrr í kvöld. Bíó og sjónvarp 4. janúar 2023 20:12
Hugað að setja hjólastólasketsinn í loftið Sigurjón Kjartansson, einn framleiðenda og handritshöfunda Áramótaskaupsins, segir það hafa verið hugað hjá handritshöfundum að gera grín að stöðu fatlaðra í leikhúsheiminum í hjólastólasketsi í Skaupinu. Hann nefnir sketsinn sem einn af sínum uppáhalds. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2023 15:13
Fyrsta stikla fyrstu myndarinnar sem tekin var upp í geimnum Framleiðendur fyrstu kvikmyndarinnar sem tekin var upp í geimnum birtu í gær fyrstu stiklu myndarinnar sem ber heitið Áskorunin, eða The Challenge. Myndin var tekin upp í Alþjóðlegu geimstöðinni í október í fyrra. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2023 10:11
Aukinn áhugi á norrænu sjónvarpsefni en snarpar verðhækkanir mikil áskorun Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem meðal annars hefur framleitt Venjulegt fólk og Svörtu sanda, vinnur verkefni nokkur ár fram í tímann. Það gerir til dæmis kostnaðar- og fjármögnunaráætlanir fyrir sjónvarpsverkefni eitt til fjögur ár fram tímann. Þess vegna hafa snarpar verðhækkanir á árinu verið virkilega mikil áskorun. Þetta segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Innherji 29. desember 2022 13:01