Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki

Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti.

Innlent
Fréttamynd

Forsetahjónin hittu Foster

Íslensku forsetahjónin og sonur þeirra heimsóttu kvikmyndaverið í Gufunesi þar sem verið var að taka upp þættina True Detective. Forsetafrú Íslands deilir myndum af heimsókninni á Facebook-síðu sinni og segir að um áhugaverða heimsókn hafi verið að ræða. 

Lífið
Fréttamynd

Vann bikar og Eddu sömu helgina

Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni.

Handbolti
Fréttamynd

Mike Down­ey heiðraður á Stock­fish

Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo

„Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

Menning
Fréttamynd

Fleiri kvik­myndir úr Mið­garði á leiðinni

Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum

Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni.

Menning
Fréttamynd

NYPD Blue barnastjarna látin

Fyrrverandi barnastjarnan Austin Majors er látinn, 27 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Theo Sipowicz í ABC þáttunum NYPD Blue sem voru sýndir á Stöð 2 í nokkur ár. 

Bíó og sjónvarp