Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Neitaði að læra leiklist

Justin Timberlake neitaði að fara í leiklistartíma til að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Alpha Dog. Þess í stað ákvað hann að notast alfarið við þá þjálfun sem hann fékk sem krakki. Söngvarinn kunni leikur mann sem ásakaður er um að myrða táninga.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gera stuttmynd um miðaldra mann sem fær sér kúrekastígvél

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, nemi í kvikmyndaleikstjórn og handritsgerð við Columbia University í New York, er að vinna að spennandi verkefni um þessar mundir. Nú í janúar hefjast tökur á stuttmynd í leikstjórn Hafsteins en höfundur handrits er Huldar Breiðfjörð sem einnig er við kvikmyndanám í New York.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sagan af Ágirnd frá 1952

Í dag kl. 14.40 verður Viðar Eggertsson leikstjóri með fléttuþátt á Gufunni um stuttmyndina Ágirnd frá 1952 og höfunda hennar, Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann og Svölu Hannesdóttur leikkonu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leitin að Maríu og öðrum stjörnum

Breska leikhúsbransablaðið Stage sem kemur út vikulega og heldur uppi öflugri vefsíður tekur árlega saman lista yfir áhrifamestu menn í breskum leikhúsiðnaði: Þar situr í efstu sætum listans í ár kempan Andrew Lloyd Webber og félagi hans David Ian, í þriðja sætinu er framleiðandinn Cameron McIntosh.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lítil sál týnd í tveim heimum

Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir í kvöld leikinn Ófagra veröld eftir skoska leikskáldið Antony Neilson en hann hefur á undanförnum misserum átt nokkrum vinsældum að fagna meðal leikhúsfólks.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gæðin tryggð á Grænu ljósi

Ísleifur B. Þórhallsson hefur ákveðið að setja aukinn kraft í dreifingarfyrirtæki sitt Græna ljósið, sem sérhæfir sig í óháðum kvikmyndum. Á nýju ári stefnir hann á að sýna eina til tvær slíkar myndir í hverjum mánuði.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dulir um efnistök Skaupsins

„Ég var bara í einu atriði, svona grínatriði,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon leikari, en mikil leynd hvílir yfir efnistökum og innihaldi Áramótaskaups Ríkissjónvarpsins. „Þetta er ekkert leggjast-í-gólfið fyndið atriði, en ég hef ekki séð nein önnur svo að ég veit ekkert. Ég bara mætti þarna klukkan tíu um morguninn og við Ilmur Kristjánsdóttir lékum hjón.“

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skáldað íslenskt sakamál

Spennumyndin Köld slóð verður frumsýnd á morgun. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Björns Brynjúlfs Björnssonar í fullri lengd en hún fjallar um blaðamann sem flækist óvænt í morðmál sem snertir fortíð hans. Björn samdi söguna en Kristinn Þórðarson skrifaði handritið og þeir félagar unnu verkið náið saman og tóku sér fjögur ár í handritsvinnuna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rocky slær frá sér

Þrátt fyrir hrakspár, háð og spott getur Sylvester Stallone vel við unað með gengi sjöttu myndarinnar um boxarann sjónumhrygga Rocky Balboa, sem ekki aðeins laðar fjöldann að heldur fær fína dóma ofan í kaupið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lyginni líkast

Kvikmyndin Stranger Than Fiction með Will Ferell, Emmu Thompson og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum verður frumsýnd hér á landi á nýársdag. Hér segir frá skattheimtumanninum Harold Cricket (Ferrell) hvers tilveru er kollvarpað þegar hann byrjar að heyra kvenmannsrödd lýsa öllum hans gjörðum í minnstu smáatriðum og til að bæta gráu ofan á svart lýsir hún því að dauði hans sé yfirvofandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Framtíð mannkyns í húfi

Kvikmyndin Children of Men, eða Mannanna börn, með Clive Owen og Julianne Moore í aðalhlutverkum verður frumsýnd annað kvöld í Sambíóunum. Um er að ræða spennutrylli sem gerist í náinni framtíð, árið 2027 nánar tiltekið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ekki enn smitast af fálkaveikinni

Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson vinna þessa dagana að heimildarmynd um samskipti manns og fálka í gegnum aldirnar. „Í meira en fjögur þúsund ár hefur maðurinn látið heillast af fálkum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bakkynjur - Þrjár stjörnur

Gefum okkur að tvö þúsund og fimm hundruð ára leiktexti rati beint í hjarta okkar tíma, álitaefni um uppreisn kvenna gegn valdi karla gildi enn; ölvun og æði kvenna á opinberum svæðum við borgarmúrana eigi sér einhverja samsvörun í okkar tíðaranda; gamlir menn láti enn heillast af tískubylgjum og gangi á fjöll skreyttir blómum; sterkir valdsmenn láti heillast af ungum stæltum skrokkum karlmanna jafnt sem mjúkum línum þeirra óreyndu; í heimi okkar takist enn á sundrungaröfl lausungarinnar og ábyrg afstaða hlýðni og heilinda.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tarantino í tölvuna

Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tövluleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Morricone fær Óskar

Einn merkasti höfundur kvikmyndatónlistar undanfarna áratugi, hinn 78 ára gamli Ítali Ennio Morricone, mun hljóta heiðursverðlaun við afhendingu Óskarsverðlaunanna 25. febrúar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kviðslitinn á kaldri slóð

„Þetta gerðist reyndar bara undir lokin á tökunum og kom því ekki að sök,“ segir Þröstur Leó Gunnarsson sem leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Köld slóð en hann kviðslitnaði og tábrotnaði á síðustu tökudögunum. „Ég var látinn hanga eitthvað undir lokin og þá kom þetta í ljós,“ bætir hann við.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Óvinafagnaður sett í salt

„Þetta var bara samningur milli mín og kvikmyndamiðstöðvarinnar að myndin skyldi vera tekin út að þessu sinni og þannig rýmt fyrir aðrar," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hver átti að leika hvern?

Þegar leikarar í Hollywood velja sér hlutverk í kvikmyndum, þurfa þeir að vera afar passasamir. Röng hlutverk gætu komið harkalega niður á vinsældum þeirra og auðvelt er að veðja á rangan hest. Eins þurfa framleiðendur að vera mjög varkárir þegar þeir velja leikara í hlutverk, en hinn almenni áhorfandi er mjög kröfuharður.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hornby floppar

Nýjum söngleikjum farnast ekki vel á Broadway þessi dægrin. Raunar var rokksöngleik byggðum á leikverki Frank Wedekinds, Vorið vaknar, tekið vel á forsýningum og frumsýningu í vikunni, en söngleikur sem byggir á skáldsögu Nick Hornby, High Fidelity, lauk keppni á miðvikudag eftir aðeins fjórtán sýningar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hjarðmyndun í Hollywood

Frægu stjörnurnar í Hollywood hafa tilhneigingu til að hópa sig saman og vera áberandi í skemmtanalífinu. Fréttablaðið kynnti sér nokkra af þekktustu vinum kvikmyndaborgarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bob hótar málssókn og látum

Hinn 27. desember verður kvikmyndin Factory Girl frumsýnd í Bandaríkjunum en hún fjallar um Edie Sedgwick sem lék í mörgum stuttmyndum eftir Andy Warhol og var honum mikill innblástur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blendnar tilfinningar Benedikts

„Þeir sem vilja fá klikkað leikhús, fá klikkað leikhús. Þeir sem vilja fá blóð fá blóð, þeir sem vilja söngleik fá söngleik, þeir sem vilja absúrd leikhús fá absúrd leikhús og þeir sem vilja venjulegt leikhús fá venjulegt leikhús.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ánægja með nýju Rocky

Almenn ánægja ríkir meðal áhorfenda með nýjustu kvikmynd Sylvester Stallone, Rocky 6, en margir spáðu því að búið væri að blóðmjólka persónuna. Sextán ár eru síðan síðasta Rocky-mynd kom út og heil þrjátíu síðan fyrsta myndin leit dagsins ljós.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Suðurland fær meðbyr

„Maður getur aldrei sagt af eða á í svona málum, væri bjánalegt að staðfesta eitt eða annað enda er það með þennan bransa eins og með svo margt annað að hlutirnir breytast ansi hratt," segir leikarinn Stefán Karl Stefánsson.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sprengingar og sverðaglamur í ársbyrjun

Jack Bauer heldur áfram að bjarga heiminum og menn berast enn á banaspjótum í Róm í nýjum þáttaröðum 24 og Rome sem hefja göngu sína í Bandaríkjunum í upphafi árs. Þættirnir munu skila sér hratt og örugglega til Íslands þannig að aðdáendur þeirra geta farið að hlakka til.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stelpurnar, Strákarnir og Svínasúpan fá gulldisk

Nýútkomnir DVD-diskar með grínþáttunum Stelpunum, Strákunum og Svínasúpunni hafa náð þeim áfanga að hafa selst í yfir 5 þúsund eintökum. Af því tilefni verður leikurum og aðstandendum þessara skemmtilegu grínþátta, sem sýndir voru á Stöð 2, afhentir gulldiskar á morgun laugardag. Einnig fær Mæðrastyrksnefnd afhendar gjafir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ræna Donald Trump

Á næsta ári verður tekin upp ný kvikmynd sem skartar engum öðrum en þeim Eddie Murphy og Chris Rock í aðalhlutverki. Rock og Murphy munu leika húsverði í Trump Tower sem leggja á ráðin um að ræna húsráðandann sjálfan, Donald Trump.

Bíó og sjónvarp