Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Segir Baltasar Kormák fá meira en aðra

Eigandi eins stærsta sjónvarpsþáttaframleiðanda Íslands segir tugmilljóna króna úthlutun vegna Ófærðar 2 koma á óvart. Takmarka eigi hversu lengi forstöðumaður Kvikmyndasjóðs geti setið í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Fetar í fótspor Grace Kelly og Danny Devito

Auður Finnbogadóttir hlaut heiðursverðlaun þegar hún útskrifaðist úr leiklistaskóla í LA. Verðlaunin eru þau sömu sem Grace Kelly, Danny Devito og fleiri hafa hlotið. Auður er afar ánægð með árangurinn enda þurfti hún að hafa mikið fyrir því að komast inn í leiklistarnám.

Lífið
Fréttamynd

Undir áhrifum ástar og „eitís“-tónlistar

Segja má að Sing Street sé afbragðsdæmi um hvernig skal gera klisjukennda sögu ferska, enda mynd sem geislar af mikilli hlýju, bjartsýni og ást á tónlistarsköpun þannig að það verður erfitt að standast unglinga- og nostalgíutöfra hennar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Yfirnáttúrulegur kjánahrollur

Í The Mummy er frásögnin ekki bara þvæld heldur hefur leikstjórinn enga hugmynd um hvaða takmark hann hefur sett sér; hvort myndin eigi að vera spennutryllir, gamansöm hrollvekja, ævintýraleg ástarsaga eða löng stikla fyrir komandi stefnur og strauma í þessum Dark Universe myndabálki.

Gagnrýni
Fréttamynd

Undrakonan harða og söguklisjurnar

Súr er tilhugsunin um að komið sé árið 2017 og enn þá hafi ekki verið gerð framúrskarandi ofurhetjumynd með kvenpersónu í burðarhlutverki. Eins er furðulegt að tekið hefur þetta langan tíma að fá Wonder Woman á bíótjaldið, miðað við vinsældir hennar og "legasíu“. Að vísu stendur DC-teymið sig strax betur en keppinautarnir hjá Marvel-stúdí­óinu, sem getið hefur af sér heilar fimmtán bíómyndir án þess að hafa konu í lykilfókus.

Gagnrýni