Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Stundaði kynlíf ömmu sinni til heiðurs

„Við stunduðum kynlíf fyrir framan arineldinn þér til heiðurs,“ sagði athafnakonan Kim Kardashian við ömmu sína MJ í nýjasta þættinum af  The Kardashians. Ömmu hennar brá heldur betur í brún þar til hún fékk staðfest að það hafi verið inni á hótelherbergi en ekki í anddyri hótelsins. 

Lífið
Fréttamynd

Koma Ísa­firði á kort kvik­mynda­gerða­manna

Piff hátíðin (Pigeon International Film Festival) hefst í Ísafjarðarbíói í dag og stendur fram á sunnudagkvöld. Opnunarhátíðin hefst kl. 17 og strax á eftir verður sýnd bútanska myndin Lunana: Yak in the classroom sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin nú í febrúar.

Lífið
Fréttamynd

The Devil Wears Prada nostalgía á rauða dreglinum

Leikkonan Anne Hathaway rifjaði upp gamla takta úr kvikmyndinni The Devil Wears Prada þegar hún mætti klædd eins og persónan Andy Sachs á tískusýningu. Nú hefur leikkonan greint frá því að líkindin hafi átt sér stað fyrir slysni.

Lífið
Fréttamynd

Blake Shelton hættir í The Voice

„Ég hef tekið ákvörðun um að tími sé kominn fyrir mig að hætta í The Voice eftir næstu seríu,“ sagði kántrí söngvarinn Blake Shelton í tilkynningu. Það er óhætt að segja að þættirnir hafi breytt lífi hans en í þeim kynntist hann meðal annars núverandi eiginkonu sinni Gwen Stefani.

Lífið
Fréttamynd

Angela Lans­bury er látin

Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 

Lífið
Fréttamynd

Hjart­næmir endur­fundir Doc og Marty á Comic Con

Myndband af endurfundum leikaranna Christopher Lloyd og Michael J. Fox hefur vakið mikla athygli á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Leikararnir léku saman í Back to the Future-kvikmyndunum á árunum 1985 til 1990. Lloyd lék brjálaða vísindamanninn Emmett „Doc“ Brown og Fox unglinginn Marty McFly.

Lífið
Fréttamynd

Netflix leitar í kvikmyndahúsin

Forsvarsmenn streymisveitunnar Netflix hafa ákveðið að birta myndina Gloass Onion: A Knives Out Mystery í kvikmyndahúsum. Það verður gert mánuði áður en myndin verður aðgengileg á streymisveitunni sjálfri en myndin er eins og nafnið gefur til kynna framhaldsmynd Knives Out.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þetta er svo kolrangt í dag“

Ég var „viðbjóðslegasta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt,“ sagði leikarinn Guðjón Davíð Karlsson þegar hann kom í hitasætið hjá Gústa B á FM957.

Lífið
Fréttamynd

Rödd Súper Maríó afhjúpuð í nýrri stiklu

Aðdáendur tölvuleikjagoðsagnarinnar Súper Maríó fengu að heyra túlkun leikarans Chris Pratt á rödd hennar í fyrsta skipti í nýrri stiklu fyrir kvikmynd um ítalska píparann sem var birt í dag. Tvennum sögum fer af því hversu ítalskur hreimur Pratt þykir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Myndaveisla: Svartur á leik snýr aftur

Í gær fór fram tíu ára afmælissýning kvikmyndarinnar Svartur á leik. Myndin er farin aftur í sýningu í Smárabíó. Í gær var tilkynnt að framleiða eigi tvær kvikmyndir í viðbót og verður myndin því hluti af þríleik.

Lífið
Fréttamynd

Svartur á leik verður að þríleik

Kvikmyndin Svartur á leik kom út fyrir tíu árum, nú er hún komin aftur í sýningu ásamt því að tilkynnt hefur verið að tvær nýjar tengdar myndir verði gerðar. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Scooby-Doo per­sóna kemur út úr skápnum

Persónan Velma Dinkley úr þáttunum um hundinn snjalla Scooby-Doo og vini hans í félaginu Ráðgátur hf. er komin út úr skápnum. Í nýrri kvikmynd um fimmmenningana verður Velma ástfangin af annarri kvenpersónu.

Lífið
Fréttamynd

Persónuleg heimildarmynd um einstakt ferðalag til Nepal

Listamaðurinn Brandur Bryndísarson Karlsson deilir ævintýralegu ferðalagi sínu til Nepal í nýfrumsýndri heimildarmynd sem ber nafnið Atomy og er eftir Loga Hilmarsson. Myndin segir frá einstöku ferðalagi Brands þegar hann fór að hitta meistara austrænna lækningafræða, Rahuk Bharti, og var frumsýnd á RIFF í gærkvöldi.

Bíó og sjónvarp