Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Nágrannar fengu fjármagn og fara ekki fet

Sápuóperan Nágrannar kvaddi skjáinn fyrr á árinu eftir 37 ár í sjónvarpi. Tárin féllu þegar Nágrannarnir sögðu bless og voru aðdáendur um heim allan í öngum sínum. Þeir geta þó tekið gleði sína á ný þar sem ný þáttaröð er væntanleg.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ís­lensku stjörnurnar skinu skært í Tallinn

Kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin var frumsýnd á Pöff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tallinn um helgina og hlaut mikið lof. Elfar Aðalsteins, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar var viðstaddur ásamt framleiðandanum Heather Millard og stórum hluta leikhópsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“

Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði.

Tónlist
Fréttamynd

Einn flottasti lúxussalur landsins rís úr þaki Kringlunnar

Einn glæsilegasti lúxus bíósalur landsins er meðal nýjunga á 3. hæð Kringlunnar en salurinn opnar með frumsýningu á stórmyndinn Avatar í desember. Arkitektar og verkfræðingar Kringlunnar fengu þá djörfu hugmynd að byggja salinn ofan á þak Kringlunnar.

Samstarf
Fréttamynd

Lést á flug­vellinum þar sem hann dvaldi í á­tján ár

Mehran Karimi Nasseri, Íraninn sem dvaldi á Charles De Gaulle flugvellinum í París í átján ár er látinn. Hann lést á flugvellinum eftir að hafa snúið aftur þangað fyrir skömmu. Saga Nasseris varð kveikjan að kvikmyndinni vinsælu The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki.

Erlent
Fréttamynd

Sven-Bertil Taube er látinn

Einn ástkærasti listamaður Svía, Sven-Bertil Taube, er látinn, 87 ára að aldri. Hann var sonur tónskáldsins Evert Taube og öðlaðist frægð fyrir endurútgáfur af lögum föður síns.

Tónlist
Fréttamynd

14 dagar í Idol: Hildur Vala hafði rétt fyrir sér

„Ég ætla að vinna Idol keppnina, af því ég held ég geti það,“ sagði hin 23 ára gamla Hildur Vala Einarsdóttir þegar hún mætti í sínar fyrstu prufur á Hótel Loftleiðum í ágúst árið 2004, ásamt um 1400 öðrum keppendum.

Lífið
Fréttamynd

Leslie Phillips er látinn

Breski leikarinn Leslie Phillips er látinn, 98 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sitt í Carry On-kvikmyndunum og fyrir að ljá flokkunarhattinum í Harry Potter-kvikmyndunum rödd sína. 

Lífið
Fréttamynd

Net­verjar missa sig yfir ó­þekkjan­legum Zac Efron

Leikarinn og sjarmatröllið Zac Efron er nánast óþekkjanlegur í nýju hlutverki sem hann fer með þessa dagana. Á nýlegum myndum af Efron má sjá hann vöðvastæltari en nokkru sinni fyrr, með klippingu sem minnir helst á Prins Valíant.

Lífið