Þekktur slagarasmiður fallinn frá Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær. Menning 20. október 2021 09:25
Erlendir fagaðilar mæta á Bransaveislu ÚTÓN í Reykjavík ÚTÓN stendur fyrir Bransaveislu fyrstu vikuna í nóvember. Um er að ræða viðburðarseríu sem unnið hefur verið að með samstarfsaðilum: STEF, Tónlistarborginni Reykjavík, INNI, Listaháskóla Íslands, SÍK, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og RIFF. Lífið 20. október 2021 08:41
Hannes á erfitt með að gera upp á milli Leynilöggunnar og vítaspyrnunnar hjá Messi „Það er erfitt að gera upp á milli,“ segir Hannes Þór Halldórsson, kvikmyndaleikstjóri og fyrrverandi landsliðsmarkmaður, aðspurður um hvort sé betra – að frumsýna loksins kvikmyndina Leynilöggu eða verja víti frá argentínska knattspyrnumanninum Lionel Messi. Lífið 20. október 2021 08:05
Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir trúlofun Kourtney Kardashian og Travis Barker, nýja þætti Kardashian fjölskyldunnar og fréttir af Vanessu Bryant. Lífið 19. október 2021 11:30
Sigurjón Kjartansson hættir hjá RVK Studios Sigurjón Kjartansson yfirmaður þróunarsviðs hefur sagt upp störfum hjá kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks og hyggst starfa sjálfstætt. Viðskipti innlent 19. október 2021 10:31
Disney frestar frumsýningu á Indiana Jones, Thor og öðrum stórmyndum Ljóst er að aðdáendur kvikmynda úr smiðju Disney munu þurfa að bíða lengur eftir nokkrum þeim myndum fyrirtækisins sem væntanlegar eru á stóra tjaldið. Bíó og sjónvarp 19. október 2021 08:12
Fyrsta sýnishornið úr þættinum Stóra sviðið Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Lífið 18. október 2021 16:59
Tólf ára Kristín Erla valin besta aðalleikkonan Kristín Erla Pétursdóttir, 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson, var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá 7-18 ára á Schlingel í Chemnitz í Þýskalandi, einni af stærstu barnakvikmyndahátíð í Evrópu. Bíó og sjónvarp 18. október 2021 13:31
Fyrstu kvikmyndatökunni úti í geim lokið Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur. Erlent 18. október 2021 13:21
Dýrið verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Kvikmyndin Dýrið (LAMB) verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2022. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Bíó og sjónvarp 18. október 2021 12:34
„Ég elska þennan karakter“ Kvikmyndin No Time To Die var frumsýnd á dögunum í kvikmyndahúsum um land allt. Lífið 18. október 2021 10:30
Tilfinningaleg óvissuferð og barátta við innri djöfla Ekki einleikið, eða Acting out, er tilraunakennd heimildamynd byggð á ævisögu hinnar mexíkósku Ednu Lupitu, hrífandi persónuleika hennar og starfi á sviði leiklistarþerapíu. Lífið 15. október 2021 17:00
Streymisleitarvélin JustWatch orðin aðgengileg Íslendingum Streymisleitarvélin JustWatch er nú aðgengileg á Íslandi með íslensku viðmóti. Þjónustan á að gera notendum auðveldara að finna þætti og kvikmyndir til að horfa á og er JustWatch með meira en tuttugu milljónir notenda í 57 löndum. Bíó og sjónvarp 15. október 2021 12:30
Mættu of snemma á Bond og byrjuðu á endanum Gestir á sexsýningu á James Bond myndinni No Time to Die í Háskólabíó í gær urðu þess varir þegar par á miðjum aldri gekk inn í salinn þegar um stundarfjórðungur var eftir af myndinni og spennan að ná hámarki. Fljótlega kom í ljós að parið var á réttum stað en á röngum tíma. Lífið 15. október 2021 11:30
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. Erlent 14. október 2021 23:16
„Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur“ Þrír af helstu sérfræðingum í James Bond á Íslandi kunnu vel að meta No Time to Die, nýjustu myndina um einkaspjæjara hinnar hátignar. Einn hefur hitt Daniel Craig, sem lék Bond í fimmta og síðasta skiptið í myndinni, og ber honum ekki vel söguna. Bíó og sjónvarp 14. október 2021 18:30
Hriktir í stoðum fjölskylduveldisins Hvað gerist þegar Logan Roy stígur til hliðar? Lífið samstarf 14. október 2021 15:37
Fékk lag frá Hildi Guðnadóttur í stuttmyndina sína Eydís Eir Brynju- og Björnsdóttir gaf nýlega út stuttmyndina Chrysalis. Myndin fjallar um Tourette heilkennið og í aðalhlutverki er 13 ára stúlka. Lag eftir margverðlaunaða tónskáldið Hildi Guðnadóttur er notað í myndinni. Lífið 14. október 2021 15:00
No Time to Die: Gamli fær verðskuldað frí Svanasöngur Daniels Craig í hlutverki James Bond, leynilega þjóns hennar hátignar, er nú kominn í kvikmyndahús. Almennt hafa viðtökurnar verið mun jákvæðari en á síðustu Bond-mynd, Spectre. Gagnrýni 14. október 2021 14:07
Pallborðið: Er James Bond orðinn of mjúkur? Nýjasta James Bond-myndin hefur verið í sýningum í kvikmyndahúsum landsins í tæpa viku. Bíó og sjónvarp 14. október 2021 12:16
Drottningin lokaði vel heppnaðri hátíð RIFF kvikmyndahátíðinni er lokið og var endað á sérstakri heiðurssýningu á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins. Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni og var hún viðstödd. Lífið 13. október 2021 16:01
Verkfall í kvikmynda- og þáttagerð gæti hafist eftir helgi Um 60.000 félagar í stéttarfélagi kvikmynda- og þáttagerðafólks í Bandaríkjunum gæti hafist á mánudag ef samningar nást ekki við framleiðendur áður. Vinna við kvikmyndir og þætti í Hollywood og víðar myndi að líkindum stöðvast að miklu leyti. Viðskipti erlent 13. október 2021 15:44
Dýrið tilnefnd til European Discovery verðlauna Kvikmyndin Dýrið hefur verið tilnefnd til European Discovery verðlauna. Verðlaunin sem kallast Prix FIPRESCI eru hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og eru veitt árlega til leikstjóra með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Lífið 13. október 2021 14:18
Hvetur foreldra til að ræða Squid Game við börn sín Kóreski sjónvarpsþátturinn Squid Game, sem hefur slegið öll áhorfsmet á Netflix er einnig gríðarlega vinsæll hjá börnum hér á landi þrátt fyrir mikið ofbeldi. Sérfræðingur hjá Heimili og Skóla hvetur foreldra til að ræða málið við börn sín og kynna sér hvernig hægt er að loka á slíkt efni. Innlent 13. október 2021 13:10
Squid Game: Barnaleikir eru dauðans alvara Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu eru orðnir vinsælustu þættir Netflix í sögu streymisveitunnar. Þættirnir þykja varpa ljósi á samfélagsleg vandamál í Suður-Kóreu og víðar. Bíó og sjónvarp 13. október 2021 11:34
Sýnishorn úr barna- og fjölskyldumyndinni Birta Kvikmyndin Birta eftir Braga Þór Hinriksson er fyrsta leikna barna-og fjölskyldumyndin sem verður frumsýnd hér á landi frá því Víti í Vestmannaeyjum var sýnd árið 2018 við miklar vinsældir, einnig í leikstjórn Braga Þórs. Bíó og sjónvarp 13. október 2021 11:04
Ofbeldisfullt sjónvarpsefni vinsælt meðal unglinga: „Þetta er ekki í boði í félagsmiðstöðinni“ Forstöðumaður í félagsmiðstöð segir að á hverjum einasta degi biðji krakkar um að fá að horfa á hina sívinsælu og ofbeldisfullu þætti - Squid Game. Hann segir mikilvægt að samtal fari fram um skaðsemi ofbeldisfulls efnis. Innlent 12. október 2021 21:00
Ghostface mætir aftur til að hrella ung- og gamalmenni Ghostface er mættur aftur og þetta sinn er það persónulegt. Svo virðist það allavega vera samkvæmt fyrstu stiklu nýjustu Scream-myndarinnar sem frumsýnd var í dag. Bíó og sjónvarp 12. október 2021 13:32
Norður-Kórea: Squid Game endurspegli ógeðfellt samfélag Suður-Kóreu Þættirnir Squid Game frá Suður-Kóreu, sem hafa notið gífurlegra vinsælda á Netflix, eru allegóría fyrir ógeðfellt og stéttaskipt samfélag Suður-Kóreu. Það er samkvæmt vefsíðu frá Norður-Kóreu þar sem áróður ríkisstjórnar landsins er birtur. Erlent 12. október 2021 11:10
Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir. Bíó og sjónvarp 12. október 2021 09:44