Umfjöllun: Vinnusigur Njarðvíkinga gegn Fjölni Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 29. október 2009 22:19
Njarðvík og Stjarnan enn taplaus á toppnum Njarðvíkingar unnu sinn fjórða leik í röð í Iceland Express-deild karla er þeir unnu Fjölnismenn í Grafarvoginum, 73-64. Körfubolti 29. október 2009 21:07
IE-deild karla: Heldur sigurganga Njarðvíkur og Stjörnunnar áfram Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta þar sem taplausu liðin Njarðvík og Stjarnan verða til að mynda í eldlínunni. Körfubolti 29. október 2009 14:00
Bin Daanish rekinn frá Grindavík og samdi við Tindastól Bandaríkjamaðurinn Amani Bin Daanish var í gær rekinn frá Grindavík en hefur nú gengið til liðs við Tindastól. Bæði lið leika í Iceland Express deild karla. Körfubolti 27. október 2009 13:45
Páll Axel: Mér líst ekkert á þetta Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindavíkur, var ómyrkur í máli eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti 23. október 2009 22:03
Sigurður: Flottur sigur Sigurður Ingimundarson var ánægður með sigur sinna manna í Njarðvík á móti Grindvíkingum í kvöld. Körfubolti 23. október 2009 21:57
Umfjöllun: Grindvíkingar gjörsigraðir á heimavelli Njarðvík vann í kvöld góðan sjö stiga sigur á Grindavík á útivelli, 74-67, í Iceland Express-deild karla í kvöld. Körfubolti 23. október 2009 21:54
IE-deild karla: Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst bar að Njarðvík vann 67-74 sigur gegn Grindavík í Suðurnesjaslag í Röstinni í Grindavík. Körfubolti 23. október 2009 20:53
IE-deild karla: Shouse reyndist gömlu liðsfélögunum erfiður Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan vann 81-82 sigur gegn Snæfelli. Þá unnu Keflvíkingar 96-54 sigur gegn Fjölni og ÍR vann einnig stórsigur 95-69 gegn Hamar. Körfubolti 22. október 2009 20:58
Sveinbjörn Claessen sleit krossband gegn KR ÍR-ingar urðu fyrir gríðarlegu áfalli þegar í ljós kom að landsliðsmaðurinn sterki Sveinbjörn Claessen sleit krossband í leiknum gegn KR í Iceland Express-deildinni um síðustu helgi. Körfubolti 22. október 2009 20:00
IE-deild karla: Ótrúlegur sigur hjá Grindvíkingum Annarri umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum. Stjarnan vann 82-73 sigur gegn Keflavík, Snæfell vann öruggan 62-81 sigur gegn Breiðabliki og Grindavík vann Fjölni naumlega 85-90 í leik sem Fjölnir leiddi lengi vel. Körfubolti 19. október 2009 21:30
Upphitun fyrir bikarleikinn í Ásgarði Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Í Ásgarði í Garðabæ taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Keflavík en þessi lið drógust einmitt saman í 32-liða úrslitum Subwaybikarsins í dag. Körfubolti 19. október 2009 18:30
Annar Íslendingurinn sem skorar yfir 50 stig í úrvalsdeildinni Marvin Valdimarsson, leikmaður Hamars í Hveragerði, varð í gær aðeins annar Íslendingurinn til þess að brjóta 50 stiga múrinn í sögu úrvalsdeild karla. Körfubolti 19. október 2009 16:00
Njarðvík mætir KR í Subwaybikarnum Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Subwaybikar karla. Allir gátu mætt öllum og úr varð að 32-liða úrslitin bjóða upp á stórleiki. Körfubolti 19. október 2009 15:30
Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar "Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld. Körfubolti 18. október 2009 22:12
Jón Arnar: Töpuðum þessu á fráköstunum "Þetta var stál í stál leikur með mikilli baráttu. Ég var ánægður með vörnina hjá okkur en við töpuðum þessu á fráköstunum. Þeir hirtu 16 sóknarfráköst og fengu fyrir vikið fleiri tækifæri í sókninni," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir að hans menn töpuðu fyrir KR í hörkuleik í Iceland Express deildinni í kvöld. Körfubolti 18. október 2009 21:57
IE deildin í kvöld: Marvin skoraði 51 stig fyrir Hamar Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og unnust þeir allir á heimavelli. Körfubolti 18. október 2009 21:24
Iceland Express-deild karla: Allt eftir bókinni Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla. Fyrirfram var ekki búist við mikilli spennu í leikjum kvöldsins og gekk það eftir þar sem sterkari liðinu þrjú unnu örugga sigra. Körfubolti 16. október 2009 21:04
Umfjöllun: Draumabyrjun Sigurðar með Njarðvík Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88. Körfubolti 15. október 2009 22:06
Iceland Express-deild karla: Engin óvænt úrslit Iceland Express-deild karla hófst í kvöld með þrem leikjum. Er óhætt að segja að úrslit kvöldsins hafi verið eftir bókinni. Körfubolti 15. október 2009 21:10
Grindavík spáð Íslandsmeistaratitlinum Kynningarfundur KKÍ fyrir Iceland Express-deildirnar fór fram í Kópavogi í dag. Þar var að venju birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Körfubolti 13. október 2009 15:15
Teitur: Hlakka til vetrarins ef þetta er það sem koma skal Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu KR í hörkuleik um titilinn meistarar meistaranna í kvöld. Teitur Örlygsson var verulega ánægður með sitt lið og segir leikinn gefa góð fyrirheit um skemmtilegan vetur. Körfubolti 11. október 2009 21:20
Fannar: Erum komnir stutt á veg Stjarnan vann KR í kvöld í baráttunni um titilinn meistarar meistaranna í DHL-höllinni í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði eftir leik að Vesturbæjarliðið eigi enn töluvert í land. Körfubolti 11. október 2009 21:10
Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur. Körfubolti 11. október 2009 20:45
Benedikt: Stefnum á þann stóra „Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna. Körfubolti 11. október 2009 18:20
Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í dag Körfuboltavertíðin hefst formlega í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils í karla og kvenna flokki eigast við. Körfubolti 11. október 2009 12:45
Sigurður til Njarðvíkur: Valur vék ekki fyrir mér Sigurður Ingimundarson var í dag ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur en í gær var tilkynnt að Valur, bróðir Sigurðar, myndi hætta þjálfun liðsins. Körfubolti 5. október 2009 16:00
Poweradebikar karla: Grindavík og Njarðvík mætast í úrslitaleik Leikið var í undanúrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í kvöld og þá varð ljóst að boðið verður upp á Suðurnesjaslag í úrslitaleiknum. Körfubolti 30. september 2009 21:30
KR-ingar búnir að finna sér leikstjórnanda í körfunni Íslandsmeistarar KR eru búnir að semja við bandaríska körfuknattleiksmanninn Semaj Inge sem er leikstjórnandi og útskrifaðist úr Temple-háskólanum í vor. Semja er 23 ára gamall og 195 cm á hæð og er því hávaxinn fyrir leikstjórnenda. Körfubolti 24. september 2009 16:15
Troðslusýning í Toyota-höllinni á þessu tímabili - myndband Rahshon Clark mun leika með liði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í vetur eins og fram kom á Vísi í morgun. Stuðningsmenn Keflavíkur geta farið að hlakka til tilþrifa kappans því þarna er mikill troðslukóngur á ferðinni enda var hann fastagestur á ESPN yfir bestu tilþrifin í NCAA-deildinni. Körfubolti 21. september 2009 16:15