Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Baldur Þór: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu“

    „Mér líður bara mjög vel eftir þennan. Hrikalega góð frammistaða á erfiðum útivelli þannig að ég er sáttur,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, eftir virkilega sterkan fimm stiga sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ætlum að reyna að vinna rest og sjá hvað gerist“

    Tindastóll vann mikilvægan sigur á löskuðu liði Keflavík í kvöld. Lokatölur 101-76. Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik og endaði með 35 stig, átta fráköst, sjö stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Af þessum 35 stigum komu 30 fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem Arnar setti niður tíu af 18 skotum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Þeir gripu gæsina og gerðu það sem þeir gera best“

    Pétur Már Sigurðsson og lærisveinar hans í Vestra háðu í kvöld lokabaráttu sína um að halda sæti sínu í Subway-deildinni að ári. Með sigri í kvöld hefði liðið ennþá átt tölfræðilegan möguleika á að halda sér uppi og sást það á leik þeirra framan af að það var allt undir. Í lokaleikhlutanum tóku heimamenn þó öll völd á vellinum, og vildi Pétur meina að hans menn hefðu einfaldlega klárað allt sem þeir áttu á tanknum í fyrstu þremur leikhlutunum

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt

    Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“

    Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra.

    Körfubolti