Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 78-60 | Njarðvík fór illa með Hauka Njarðvík vann átján stiga sigur gegn Haukum 78-60. Jafnræði var með liðunum framan af leik en heimakonur sýndu klærnar í fjórða leikhluta sem skilaði öruggum sigri. Körfubolti 6. desember 2023 21:00
Keflavík valtaði yfir Breiðablik Keflavík valtaði yfir Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 6. desember 2023 20:59
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 72-93 | Grindavík straujaði yfir Íslandsmeistarana Íslandsmeistara Vals tóku á móti Grindvíkingum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir nokkuð jafnan leik í byrjun settu Grindvíkingar í gírinn í 3. leikhluta og gerðu í raun út um leikinn þar sem þær komu muninn upp í 20 stig og hálfgert formsatriði fyrir gestina að sigla sigrinum heim sem þær og gerðu. Körfubolti 5. desember 2023 22:31
„Þær eru eins og staðan er í dag því miður bara töluvert betri en við“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var nokkuð beygður eftir tap hans kvenna gegn Grindavík á heimavelli í kvöld, lokatölur 72-93 í Origo höllinni og annað tap Vals í röð staðreynd og það sjötta í tólf leikjum. Körfubolti 5. desember 2023 21:56
Þór vann stórsigur og Stjarnan komst aftur á sigurbraut Þór Akureyri og Stjarnan unnu góða sigra í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Þórsarar unnu öruggan 33 stiga sigur gegn Snæfellingum og Stjarnan komst aftur á sigurbraut með sex stiga sigri gegn Fjölni. Körfubolti 5. desember 2023 21:21
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik-Njarðvík 63-92 | Njarðvík sigldi Blika í kaf í Smáranum Njarðvík fór með 63-92 sigur af hólmi þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Kópavoginn í elleftu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 3. desember 2023 20:49
„Ég er ekki tilbúinn að horfa upp á svona vitleysu meir“ Baldur Þorleifsson, þjálfari Snæfells, var verulega ósáttur þegar hann mætti í viðtal eftir 30 stiga tap hans liðs gegn Grindavík í dag. Fyrir leikinn reiknuðu flestir með öruggum sigri Grindavíkur sem raunin varð en á sama tíma má segja að sigurinn hafi verið full auðveldur fyrir lið Grindavíkur sem tók algjörlega yfir leikinn á fyrstu mínútu og sigldi svo sigrinum þægilega heim. Körfubolti 3. desember 2023 19:44
Grindavík-Snæfell 96-66 | Öruggur grindvískur sigur í Smáranum Snæfell heimsótti Grindavík á tímabundnum heimavelli þeirra í Smáranum. Þær gulklæddu áttu ekki í neinum vandræðum með neðsta lið deildarinnar og unnu að endingu þrjátíu stiga stórsigur. Körfubolti 3. desember 2023 18:00
Sverrir Þór: Vinnum ekki bara af því að við erum með marga landsliðsmenn Keflavík vann afar sannfærandi sigur gegn Stjörnunni 61-89. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var afar ánægður með sigurinn. Sport 3. desember 2023 16:00
Umfjöllun, viðtal og myndir: Stjarnan-Keflavík 61-89 | Keflavík batt enda á sigurgöngu Stjörnunnar Keflavík batt enda á sigurgöngu Stjörnunnar þar sem heimakonur höfðu unnið fimm leiki í röð. Gestirnir úr Keflavík byrjuðu afar vel og litu aldrei um öxl og unnn að lokum 61-89. Körfubolti 3. desember 2023 15:32
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 71-68 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar tóku á móti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í leik þar sem að Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona í sögu þjóðarinnar, var kvödd fyrir leik en hún lék á sínum ferli með báðum þessum liðum. Körfubolti 2. desember 2023 21:20
„Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigurinn á Val í Subway-deild kvenna í kvöld, í leik sem varð æsispennandi eftir frábæru endurkomu Vals í þriðja leikhluta en lokatölur leiksins urðu 71-68. Körfubolti 2. desember 2023 20:53
Gott gengi Þórs heldur áfram Þór Akureyri heldur áfram að gera gott mót í Subway-deild kvenna í körfubolta. Nýliðarnir unnu Fjölni með tíu stiga mun í dag, lokatölur 85-75. Körfubolti 2. desember 2023 20:31
Ætla kveðja Helenu á leik Hauka og Vals á morgun og það er frítt inn Íslenska körfuboltagoðsögnin Helena Sverrisdóttir varð því miður að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna meiðsla. Haukarnir ætla að kveðja hana formlega á morgun þegar gamla lið Helenu, Valur, kemur í heimsókn í Subway deild kvenna. Körfubolti 1. desember 2023 15:15
Njarðvík sendir Martin heim Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að senda Tynice Martin heim og hún mun því ekki spila meira með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 30. nóvember 2023 18:06
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 72-45 | Niðurlæging í grannaslagnum Keflavík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfuknattleik en liðið vann stórsigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík í kvöld. Körfubolti 29. nóvember 2023 22:15
Rúnar Ingi: „Við sköpuðum okkar eigin vítahring“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók fulla ábyrgð á stóru tapi sinna kvenna í Keflavík í kvöld, en lokatölur leiksins urðu 72-45 Keflavík í vil. Hann sagðist einfaldlega ekki hafa gert sitt lið nógu tilbúið í leikinn. Körfubolti 29. nóvember 2023 21:47
„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. Körfubolti 28. nóvember 2023 23:00
Valur og Haukar á sigurbraut Valur og Haukar unnu leiki sína í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. nóvember 2023 21:21
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Grindvískur karakter Grindavík vann fimm stiga sigur á Fjölni í 10. umferð Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. Grindavík hrinti frá sér ítrekuðum áhlaupum Fjölnis, leiddi mest allan leikinn og sigurinn sanngjarn. Körfubolti 28. nóvember 2023 20:55
Stjarnan heldur í við toppliðin Stjarnan lagði Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur í Garðabænum 94-88. Körfubolti 28. nóvember 2023 20:51
„Bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á“ Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru sammála þeirri stóru ákvörðun Valsmanna að láta búlgarska leikstjórnandann sinn fara. Körfubolti 28. nóvember 2023 14:30
Þóra Kristín getur ekki verið sú Þóra Kristín sem hana langar til að vera Haukakonur enduðu þriggja leikja taphrinu sína með sigri á Fjölni í síðustu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Haukaliðið hefur ollið miklum vonbrigðum í vetur og er ekki inni í efri hlutanum eins og staðan er núna. Körfubolti 28. nóvember 2023 12:31
Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur. Körfubolti 27. nóvember 2023 14:01
Nýliðar Þórs með óvæntan sigur á toppliði Keflavíkur Keflvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik í Subway-deild kvenna í dag þegar nýliðar Þórs urðu fyrstar til að leggja toppliðið í hörkuleik á Akureyri. Körfubolti 26. nóvember 2023 18:58
Taphrina Blika tók loks enda og nú er komið að körlunum Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild kvenna á þessu tímabili þegar þær lögðu Snæfell að velli, 83-75. Ljóst var að gæfan myndi snúast fyrir annað hvort liðið, en þau voru bæði sigurlaus í neðstu sætum deildarinnar fyrir þennan leik. Körfubolti 22. nóvember 2023 22:00
Umfjöllun viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 53-75 | Gestirnir höfðu betur gegn andlausum meisturum Njarðvíkingar unnu öruggan 22 stiga sigur er liðið heimsótti Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 53-75. Körfubolti 22. nóvember 2023 21:52
„Þetta er keppni í að hitta ofan í körfuna“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega súr eftir 22 stiga tap liðsins gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Hann segist þó hafa séð ýmislegt jákvætt í leik síns liðs. Körfubolti 22. nóvember 2023 21:23
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 89-80 | Fimmti sigur Stjörnunnar í röð Nýliðar Stjörnunnar hafa verið á miklu skriði í Subway-deild kvenna í körfubolta og liðið vann sinn fimmta sigur í röð, og þann sjötta í seinustu sjö leikjum, er liðið tók á móti Grindavík, 89-80. Körfubolti 21. nóvember 2023 21:50
Haukar komust aftur á sigurbraut Eftir fjögur töp í röð eru Haukar aftur komnir á sigurbraut í Subway-deild kvenna í körfubolta eftir nauman fimm stiga útisigur gegn Fjölni í kvöld, 77-82. Körfubolti 21. nóvember 2023 21:07