

Bónus-deild kvenna
Leikirnir
Keflavík yfir í hálfleik
Keflavíkurstúlkur hafa yfir 48-34 í hálfleik gegn deildarmeisturum Hauka í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Lakiste Barkus hefur farið mikinn í liði heimamanna og skoraði 22 stig í fyrri hálfleiknum.
Stúdínur lögðu Hauka
Lið ÍS náði að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag með góðum sigri í Kennaraháskólanum 83-71. Liðin þurfa því að mætast að Ásvöllum í oddaleik um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitunum.
Keflavík í úrslitin
Keflavík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna eftir að hafa burstað granna sína í Grindavík 97-72 í öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Keflavík vann því samanlagt 2-0 og mætir annað hvort Haukum eða ÍS í úrslitum.
Fer Keflavík í úrslitin?
Keflavíkurstúlkur geta unnið sér sæti í úrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindvíkingum á heimavelli sínum í kvöld. Keflavík náði að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í fyrrakvöld og getur því klárað dæmið í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Haukar lögðu ÍS
Haukastúlkur höfðu betur í fyrsta leik sínum við ÍS í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld 76-66. Helena Sverrisdóttir skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Hauka og Megan Mahoney skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst. Maria Conlon skoraði 25 stig og hirti 10 stig fyrir ÍS og Helga Þorvaldsdóttir skoraði 20 stig.
Keflavík sigraði í Grindavík
Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu granna sína í Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 90-83. Keflavík getur því komst í úrslitin með sigri á heimavelli sínum í næsta leik. LaKiste Barkus skoraði 30 stig fyrir Keflavík, en Tamara Stocks skoraði 33 stig fyrir Grindavík.
Grindavík lagði Keflavík
Grindavíkurstúlkur tryggðu sér í kvöld annað sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar þær lögðu granna sína í Keflavík 77-70 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið yrði með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Leikið um heimavallarréttinn í Grindavík
Grindavík og Keflavík mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar, en Keflavíkurstúlkur geta komist upp fyrir þær með sigri í kvöld. Þá fá Haukastúlkur afhentan deildarbikarinn eftir leik sinn við Breiðablik á Ásvöllum.
Auðveldur sigur Hauka
Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á liði KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 102-51 á Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir skoraði 23 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 6 boltum fyrir Hauka á aðeins 23 mínútum. Vanja Pericin skoraði 16 stig, hirti 8 fráköst og stal 8 boltum hjá KR.

Kveðjuleikur Önnu Maríu í kvöld
Í kvöld er einn leikur á dagská í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar Keflvíkingar taka á móti Breiðablik á heimavelli sínum. Leikurinn verður kveðjuleikur sigursælustu körfuboltakonu landsins, Önnu Maríu Sveinsdóttur.
Auðveldur sigur Keflvíkinga á Grindavík
Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík 109-84 í toppslag í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar, Helga Jónasar Guðfinnssonar og Hjartar Harðarsonar í leiknum, en þeir eru allir meiddir.
Keflvíkingar leita hefnda í kvöld
Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur er á dagskrá í kvennaflokki. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík, en þar munu heimamenn eflaust vilja hefna ófaranna í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Haukastúlkur deildarmeistarar
Haukastúlkur tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðið vann átakalítinn sigur á Grindavík á útivelli, 89-68. Því er ljóst að liðið hefur tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni í vor, því ekkert lið getur nú náð þeim að stigum.

Haukar geta orðið deildarmeistarar
Kvennalið Hauka getur í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar liðið sækir Grindvíkinga heim. Haukastúlkur hafa sex stiga forystu í deildinni þegar fimm umferðir eru eftir og geta með sigri á Grindavík tryggt að ekkert lið nái þeim að stigum.

Haukar áfram á toppnum
Haukastúlkur eru enn á toppnum í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, en þrír leikir voru á dagskrá í kvöld. Haukar lögðu Breiðablik auðveldlega á útivelli 87-63, ÍS lagði KR 88-67 og þá vann Keflavík sigur á grönnum sínum í Grindavík í toppslag liðanna 83-71.

Auðvelt hjá toppliðunum
Topplið Hauka og Grindavíkur unnu þægilega sigra í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Grindavík lagði ÍS 84-66 í Grindavík, þar sem Jerica Watson skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 24 stig, 19 fráköst og 6 stoðsendingar.
Haukar höfðu betur í toppslagnum
Kvennalið Hauka tryggði stöðu sína á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta í kvöld þegar þær lögðu Grindavík naumlega 73-72 á heimavelli sínum Ásvöllum. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í liði Hauka og skoraði 33 stig, hirti 17 fráköst og átti 9 stoðsendingar. Jerica Watson skoraði 30 stig og hirti 17 fráköst í liði Grindavíkur. Haukar hafa nú fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.
Stórleikur á Ásvöllum
Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, þegar Haukastúlkur taka á móti Grindvíkingum á Ásvöllum. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með 20 stig úr 11 leikjum, en Grindavík er í öðru sætinu með 18 stig úr 11 leikjum. Eina tap Hauka í vetur var einmitt gegn Grindavík og því má eiga von á hörkuleik, sem hefst klukkan 19:15.
Stórsigrar suðurnesjaliðanna
Tveir leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta í kvöld, Grindavík vann Breiðablik á heimavelli sínum 88-67 og Keflavíkurstúlkur burstuðu KR 93-39 í Keflavík.
KR mætir Keflavík
Í dag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign KR og Keflavíkur, en leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar næstkomandi.

Helena með þrennu í sigri Hauka á ÍS
Haukastúlkur unnu sannfærandi sigur á Stúdínum á Ásvöllum í dag 89-50. Kesha Tardy var stigahæst í liði Hauka með 28 stig og 13 fráköst, en Helena Sverrisdóttir náði þrefaldri tvennu með 21 stigi, 15 fráköstum og 10 stoðsendingum. Signý Hermannsdóttir var stigahæst í liði ÍS með 14 stig og hirti 7 fráköst.

Grindavík hafði betur í grannaslagnum
Grindavíkurstúlkur unnu nú áðan góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik 89-83. Grindavík komst upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar með sigrinum, en Keflavík er í þriðja sætinu. Jerica Watson fór á kostum í liði Grindavíkur í dag, skoraði 39 stig og var besti leikmaður vallarins.

Haukastúlkur með gott tak á Keflavík
Haukar urðu í gær Powerade-bikarmeistarar í körfuknattleik kvenna með því að leggja Keflavík 77-63 í skemmtilegum úrslitaleik sem háður var í Kópavogi.

Úrslitaleikur Hauka og Keflavíkur í Digranesi
Úrslitaleikurinn í Powerade-bikarkeppni kvenna fer fram klukkan tvö í dag á óvenjulegum stað en leikurinn fer fram í Digranesi þar sem fáir stórleikir í körfubolta hafa farið fram. Það eru Keflavík og Haukar sem mætast en það kemur ekki á óvart þar sem þetta eru sterkustu lið landsins ásamt Grindavík.

Haukar á toppinn með sigri í Grindavík
Haukastúlkur unnu góðan sigur á Grindavík í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag 83-72. Mikill hasar var í leiknum og var þjálfara Hauka vísað úr húsi eftir að hafa hnakkrifist við dómara leiksins.
Fyrsti sigur Hauka
Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik.
Fyrsta tap Grindvíkinga
Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48.
ÍS lagði Breiðablik
Einn leikur fór fram í kvennakörfunni í gærkvöldi. ÍS lagði Breiðablik með 68 stigum gegn 59. Jessalyn Deveny fór hamförum í liði Breiðabliks og skoraði 40 stig og hirti 13 fráköst.